Sög

Verkfæri til að skera í sundur efni

Sög er verkfæri til að skera í sundur efni, t.d. við. Hún hefur tennt blað og er ýmist knúin áfram með handafli (handsög), rafmangi, gufuafli, eldsneyti eða vatni. Blaðið er oft gert úr stáli.

Handsög

Fyrstu sagirnar frá forsögulegum tíma voru gerðar úr tinnuflögum, sem skörð voru höggvin í og flest í handarhald úr viði eða beini. Sagir, sem voru það stórar að hægt var að fella með þeim tré, voru ekki búnar til fyrr en maðurinn fór að bræða málmgrýti. Forn-Egyptar notuðu sagir úr eir, en Rómverjar járnsagir ekki ólíkar þeim sem notaðar eru núna.

Fyrr á öldum voru trjábolir ristir niður í borð (borðvið) með handafli, en til þess voru notaðar tvískeftar stórviðarsagir og klósagir. Trjábolunum var komið fyrir á trönum, sem reistar voru yfir steinlagða gryfju, og unnu síðan tveir menn að söguninni. Annar maður stóð upp á trönunum, en hinn niður í gryfjunni. Sá sem stóð uppi dró sögina upp og sá um að sögin fylgdi krítarstrikinu, sem saga átti eftir. Sá sem niðri var dró sögina niður og hafði oft barðastóran hatt á höfði til að fá ekki sag í andlitið.

Um 1420 fann þýskur hugvitsmaður upp sög, sem drifin var með vatnsafli í vatnsmyllu. Sagarblaðið gekk upp og niður eins og sagað hafði verið með stórviðar- og klósögum. Vatnssagir voru annað hvort með einu blaði eða mörgum blöðum, sem spennt voru í grind svo hægt var að saga mörg borð eða planka í einu. ´

Talið er að ein elsta vatnssög í Noregi hafi verið byggð í Larvík 1540. Á byggðasafninu í Hjerl Hede í Danmörku er til bolsög frá því um 1880, sem drifin er með gufuafli. Blaðið í söginni er lárétt og nefnist skurður sagarinnar bolskurður. ´

Um 1781 byrjaði Walter Taylor myllusagari frá Southampton á Englandi að rista trjáboli með hringlaga sagarblaði (hjólsög), sem drifið var með mylluhjólsafli í ánni Itchen.

Sagtennur eru sérhannaðar og skerptar þannig að hver tönn tekur með sér spón úr viðnum, þegar sagað er. Sagartennur eru skekktar eftir ákveðnum reglum, en skekking er það þegar hver tönn er beygð sitt til hvorrar hliðar. Almennar reglur um skekkingu tanna er sú, að aldrei má skekkja tennur meira en 1/3 af tannhæð.

Gerðir

breyta

Sagir eru flokkaðar niður eftir því hvernig afl knýr þær.

Handsagir

breyta

Þá skiptast þær í hópa eftir sagarblaðinu; hvort það hafi tennur sem saga bæði þegar er ýtt og togað. Í Evrópu og Norður-Ameríku eru mest notuð blöð sem bíta meira þegar þeim er ýtt frá notandanum en öfugt í Japan og í Asíu allri; þar sem sögin hefur meiri áhrif á efnið þegar hún er dregin.

Vélsagir

breyta
 
Keðjusög
  • Bandsög, sagablaðið, bandið, gengur hring og sagar efnið. Því er ýmist hægt að stýra, til að mynda form, eða það fest.
  • Borðsög, sögin myndar borð þar sem hægt er saga langsum á efnið (ýta því eftir blaðinu) en þá er land notað til að ákveða efnisbreiddina. Þá er á mörgum borðsögum hægt að snúa borðinu við en þá kemur í ljós bútsög sem jafnframt er á sumum gerðum hægt að breyta í geirungssög.
  • Bútsög, sagarblaðinu er vippað niður og sagaðir bútar.
  • Hjólsög, sagarblaðið, hringlaga, sér um að saga. Er létt og handhæg og er ætlað að saga þar sem borðsögin kemst ekki að. Hefur gjarnan land.
  • Keðjusög, sagkeðjan gengur hring og sker þannig í sundur t.d. trjáboli.
  • Stingsög, sagarblaðið gengur upp og niður og er ætlað til að saga innan úr götum í efninu eða saga út form.
   Þessi tæknigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.