Dettifoss er aflmesti foss Íslands og næst vatnsmesti foss Evrópu.[1] Dettifoss er 45 metra hár og rúmlega 100 metra breiður foss í Jökulsá á Fjöllum sem á upptök sín í Vatnajökli. Fossinn er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og er skilgreindur sem Náttúruvætti af Umhverfisstofnun. Nálægt honum eru tveir miklir fossar, Hafragilsfoss neðan hans, en Selfoss ofar í ánni.

Dettifoss 31. júlí 1972
Staðsetning Dettifoss á Íslandi
Dettifoss

Dettifoss er hluti af sýslumörkum Norður- og Suður-Þingeyjarsýslna.

Heimildir

breyta
  1. „Er Dettifoss vatnsmesti foss Evrópu?“. Vísindavefurinn. Sótt 24. júlí 2021.