Stúpa
Stúpa (eða hvolfhlað) er hvolflaga helgidómur (oft turnhýsi) í byggingarlist búddhatrúarmanna.
Stúpur voru upprunalega gerðar úr leir og mold eða steinhlaðnar ofan á jarðveg eða múrstein. Í stúpu er grafhýsi sem geymir helga gripi. Hún er oft girt svalariði og efst er stöpull með eins konar regnhlíf.
Við lát Gautama Búdda mun líkami hans hafa verið brenndur og askan grafin undir átta stúpum og tvær aðrar stúpur undir duft og grafker.
Elsta þekkta stúpan er Dhamek stúpan í Sanchi á Indlandi og stærsta stúpan er Phra Pathom Chedi í Nakhon Pathom héraðinu í Tælandi en hún er 127 metra há. Sú stúpa sem mest er lagt í er minnisvarðinn í Borobudur frá 8. öld í Java í Indónesíu. Efri hringlaga pallur þess hofs er með raðir af bjöllulagar stúpum þar sem í eru Búddalíkneski sem tákna Arupajhana, svið formleysisins. Aðalstúpan er tóm og táknar fullkomnun uppljómunar. Hofið er skreytt með lágmyndum úr lífi Gautama Búdda. Borobudur er á heimsminjaskrá UNESCO og er talinn stærsti búddaminnivarðinn í heiminum.
Stúpan þróaðist yfir í pagóðu þegar búddismi breiddist út til annarra Asíulanda. Pagóður eru breytilegar að gerð en geta einnig verið bjöllulaga og pýramídalaga. Það eru í dag ekki skörp skil á milli stúpu og pagóðu en venjulega er stúpa notað um búddahelgiskrín á Indlandi og Suðaustur-Asíu en pagóða um trúarlegar byggingar í Austur-Asíu, byggingar sem hægt er að ganga inn í.
Stúpa er gerð úr fimm einingum:
- ferkantaður grunnur
- hvolflaga rými
- stöpull eða spíra
- hálfmáni
- hringlaga diskur
Myndir af stúpum
breyta-
Stúpa í Samye Ling, Skotland
-
Colombo, Sri Lanka
-
Phra Pathom Chedi, Nakhon Pathom, Tæland
-
That Louang í Vientiane (Laos)
-
Wat Phnom, Phnom Penh, Kambódía
-
Chörten, Ladakh
-
Chörten, Tíbet
-
Útskorin skreyting á norðurhlið stóru stúpunnar í Sanchi
Tenglar
breyta- Stupas.org is an entire site dedicated to the history and meaning of stupas
- Wolrd's Largest Buddhist Pagoda, India
- Shambhala Mountain Center, One of the largest Stupas in North America
- Gyantse's Kumbum Stupa Geymt 8 mars 2005 í Wayback Machine
- The Stupa Information Page
- KPC Stupa Project
- Dhardo Rimpoche Stupa at Padmaloka Geymt 30 janúar 2006 í Wayback Machine
- Largest Stupa in Europe, 'The Englightenment Stupa' in Spain Geymt 13 september 2007 í Wayback Machine