Stafafura
Stafafura (fræðiheiti: Pinus contorta) er sígræn jurt af þallarætt. Tegundin kemur upprunalega frá Norður-Ameríku, s.s. Kanada og Alaska en vex allt suður til Kaliforníu.
Stafafura | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Strandfura (Pinus contorta spp. contorta) í Washington-fylki, BNA
| ||||||||||||||||
Ástand stofns | ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Pinus contorta Douglas | ||||||||||||||||
Útbreiðsla undirtegunda stafafuru
|
Lýsing
breytaStafafura er fljótvaxin og harðger, þolir vel salt og kelur lítið. Hún sáir sér auðveldlega. Hún gerir ekki miklar kröfur til jarðvegarins, enda getur hún vaxið í bergurð. Þó vex hún best í hlýjum, nokkuð þurrum og næringarríkum móajarðvegi. Hún er sólelsk en þolir vel hálfskugga. Henni er einnig hætt við snjóbroti vegna þess hve greinar hennar eru gildar.
Tréð getur orðið 30-40 metra hátt í heimkynnum sínum, þó getur deilitegundin ssp. murrayana oft náð 50 metra hæð.
Stafafura er tveggjanála-fura og eru tvær nálar í hverju pari. Þær eru gjarnan örlítið snúnar, um 3 til 7 sentímetrar á lengd. Könglarnir eru að sama skapi 3 til 7 sentímetrar og þurfa sumir hverjir að komast í blússandi hita (s.s. í skógareldum) til að opnast og sleppa fræjum sínum.
Á ungum trjám er krónan keilulaga en verður oft egglaga með hvelfdum toppi. Börkurinn er grár til grábrúnn og alsettur flögum sem geta verið allt að 2,5 mm þykkar. Brumin eru rauðbrún, umlukin trjákvoðu.
Stafafura blómgast í júní, könglarnir hanga á trjánum í 2 til 3 ár.
Deilitegundir
breyta- P. contorta ssp. contorta - strandfura, vex við strönd Kyrrahafs, frá suðurhluta Alaska til Kaliforníu.
- P. contorta ssp. contorta var. contorta - afbrigði strandfuru, vex frá Alaska til norðvestur-Kaliforníu (Rautt á mynd)
- P. contorta ssp. contorta var. bolanderi - afbrigði strandfuru sem vex í Medocino-sýslu í Kaliforníu. Þrífst einstaklega vel í súrum jarðvegi, vaxtarlagið er lægra en á venjulegri strandfuru (runni).
- P. contorta ssp. latifolia - raftafura, vex í Klettafjöllum og Strandfjöllum; frá Júkon til Kólóradó. Stofninn er yfirleitt beinn, mun hávaxnari en aðrar deilitegundir. (Grænt á mynd)
- P. contorta ssp. murrayana - vex í Fossafjöllum auk Sierra Nevada, í suðurhluta Washington-fylkis og suður til norður-Kaliforníu. Hefur ljósgrænar nálar og þunnan börk. Könglarnir opnast sama haust og þeir þroskast. (Blátt á mynd)
Orðsifjar
breytaFræðiheiti stafafurunnar, Pinus contorta þýðir hin kræklótta fura en sú nafngift er tilkominn vegna vaxtarlags hennar við vesturströnd Kanada og Bandaríkjanna þar sem hún er mjög kræklótt. Seinna komust flokkunarfræðingar að því að beinvaxin fura sem finna mátti fjær ströndinni var í rauninni sömu tegundar og er nú þetta fræðiheiti notað yfir furu sem vex á mjög stóru svæði og getur verið mjög misjöfn í laginu. Í Svíþjóð sem dæmi er ræktuð beinvaxin fura sem þar er kölluð krækla (kontorta).[2]
Notkun
breytaStafafura er vinsælt skógræktartré og er alla jafna notuð sem jólatré. Hún er þó talin ágeng tegund í Nýja-Sjálandi.[3] [4]
Á Íslandi
breytaStafafura er eitt algengasta tréð sem notað er í skógrækt á Íslandi. [5] Fræ voru flutt til landsins fyrst árið 1936 til Hallormsstaðar. Kvæmi frá Skagway, suðaustur Alaska, þótti hentugt fyrir íslenskar aðstæður. Fyrstu sjálfsáðu plönturnar voru skráðar 1976. Hæstu tré hafa náð 20 metrum [6]. Elstu trén finnast í Hallormsstaðaskógi.
Umræða hefur skapast um hættur sem stafafura kann að geta valdið í íslenskri náttúru[7].
Tengt efni
breytaTenglar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ Conifer Specialist Group (1998). „Pinus contorta“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 1998. Sótt 12. maí 2006.
- ↑ „Strandfura í Oregon, hin eiginlega „kræklótta fura"“. Skógrækt ríkisinns. Afrit af upprunalegu geymt þann 25. október 2015. Sótt 7. maí 2014.
- ↑ Tilvísunar villa: Villa í
<ref>
tag; tilgreindu texta fyrir tilvísun með nafnið:0
- ↑ Lodgepole pine Mpi.govt.nz
- ↑ http://skog.is/index.php?option=com_content&view=article&id=180:trjategundir&catid=24:verkefni
- ↑ Tíu tegundir trjáa í 20 metra klúbbinn og fleiri eru á leiðinni Mbl.is skoðað 24. okt. 2020
- ↑ „Rétt tré á réttum stað“. www.bbl.is. Sótt 10. mars 2024.
Heimild
breyta- Auður I. Ottesen (ritstj.) (2006). Barrtré á Íslandi. Sumarhúsið og garðurinn. ISBN 9979-9784-0-6.