Ágeng tegund
Ágeng tegund er plöntu- eða dýrategund sem flutt hefur verið í ný heimkynni til ræktunar eða annarra nota en hefur breiðst út og valdið tjóni á villtri náttúru eða ræktarlandi. Slík útbreiðsla er talin ógn við líffræðilega fjölbreytni.
Nokkrar tegundir sem taldar hafa verið ágengar á Íslandi af Náttúrufræðistofnun Íslands:
- Skógarkerfill
- Alaskalúpína
- Bjarnarkló (Tröllahvönn)