Paul John Gascoigne (fæddur 27. maí 1967) í Gateshead er enskur fyrrum leikmaður sem lék sem miðjumaður. Hann var mest áberandi sem leikmaður á ferlinum þegar hann spilaði með Newcastle United , Tottenham Hotspur F.C., Glasgow Rangers og Lazio árin 1985-1998, hann vann FA-bikarinn með Tottenham árið 1991. Gascoigne ólst upp í Gateshead sem er nálægt Newcastle upon Tyne og hélt með Newcastle sem ungur drengur. Hann lék 57 leiki fyrir enska landsliðið og skoraði í þeim 10 mörk.

Gascoigne (2006)

Utanvallar

breyta

Gascoigne hefur oftar en ekki ratað í fréttir fyrir vandræði utan vallar. Fyrsta eiginkona hans hét Sheryl, sem giftist honum við hátíðlega athöfn í Ware, Hertfordshire, í júlí árið 1996. Þau höfðu þá verið saman í 6 ár þegar hann játaði síðar að hafa beitt hana ofbeldi. Sheryl gaf út bók sem hét Stronger: My Life Surviving Gazza. Saman áttu þau soninn Regan, svo ættleiddi Gascoigne börn sem hún átti út fyrra hjónabandi, þau Mason og Biöncu. Bianca þessi átti síðar á ævinni eftir að gera garðinn frægan í raunveruleikaþættinum Love Island. Í nóvember árið 2008 varð hann gjaldþrota. Gascoigne á við áfengisvandamál að stríða og hefur einnig verið greindur með geðræn vandamál.

Félög

breyta

Mörk með landsliði

breyta
Mörk og úrslit með Englandi koma fyrst[1]
# Dagsetning Völlur Andstæðingur Úrslit Keppi Mörk
1 26. apríl 1989 Wembley-leikvangurinn, London, Englandi Albanía 5–0 HM 1990 1
2 25. apríl 1990 Wembley-leikvangurinn, London, Englandi Tékkóslóvakía 4–2 Vináttuleikur 1
3, 4 18. nóvember 1992 Wembley-leikvangurinn, London, Englandi Tyrkland 4–0 Undakeppni HM 1994 2
5 31. mars 1993 İzmir Atatürk-leikvangurinn, İzmir, Tyrklandi Tyrkland 2–0 Undankeppni HM 1994 1
6 8. september 1993 Wembley-leikvangurinn, London, Englandi Pólland 3–0 Undankeppni HM 1994 1
7 23. maí 1996 Workers Stadium, Beijing, Kína Kína 3–0 Vináttuleikur 1
8 15. júni 1996 Wembley-leikvangurinn, London, Englandi Skotland 2–0 EM 1996 1
9 1. september 1996 Stadionul Republican, Chișinău, Moldavíu Moldóva 3–0 Undankeppni HM 1998 1
10 10. september 1997 Wembley-leikvangurinn, London, Englandi Moldóva 4–0 Undankeppni HM 1998 1


Einstaklingsverðlaun

breyta
  • Ballon d'Or: Fjórði 1990
  • Valinn í Hall of fame enskrar knattspyrnu 2002
  • Valinn í Hall of fame Glasgow Rangers 2006


Heimildir

breyta
  1. „Paul John Gascoigne – International Appearances“. Rec.Sport.Soccer Statistics Foundation. 15. janúar 2006. Sótt 20. nóvember 2014.