Paul Ehrlich
Paul Ehrlich (fæddur 14. mars 1854, dáinn 20. ágúst 1915) var þýskur læknir og örverufræðingur. Hann stundaðir rannsóknir á ýmsum sviðum heilbrigðisvísinda, einkum sýklafræði og lyfjafræði. Hann er þekktastur fyrir að hafa ásamt Sahachiro Hata uppgötvað fyrsta sértæka sýklalyfið, salvarsan, en það drepur sárasóttarbakteríuna. Hann er einnig þekktur fyrir rannsóknir sínar á sjálfsofnæmi og er einn af upphafsmönnum lyfjameðferðar gegn krabbameini. Ásamt Emil von Behring vann hann að þróun bóluefnis gegn barnaveiki. Hann deildi nóbelsverðlaununum í lífeðlis- og læknisfræði árið 1908 með Ilja Métsjníkoff. Ævi og störfum Ehrlichs voru gerð skil í kvikmyndinni Dr. Ehrlich’s Magic Bullet frá 1940. Edward G. Robinson fór með hlutverk hans í myndinni.
Lífvísindi 19. og 20. öld | |
---|---|
Nafn: | Paul Ehrlich |
Fæddur: | 14. mars 1854 í Strehlen í Neðri-Slésíu í Prússlandi |
Látinn | 20. ágúst 1915 í Bad Homburg í Hessen |
Svið: | Örverufræði, Ónæmisfræði, Læknisfræði |
Helstu viðfangsefni: |
Þróun bóluefnis gegn barnaveiki, rannsóknir á sjálfsofnæmi, lyfjaleit gegn sárasótt, þróun lyfjameðferðar gegn krabbameini |
Markverðar uppgötvanir: |
Mastfrumur, hliðarkeðjukenningin, salvarsan |
Alma mater: | Háskólinn í Breslau og Háskólinn í Leipzig |
Verðlaun og nafnbætur: |
Nóbelsverðlaunin í læknisfræði 1908 |