Emil von Behring
Emil Adolf von Behring (15. mars 1854 – 31. mars 1917) var þýskur læknir og örverufræðingur. Hann er þekktastur fyrir uppgötvun sína á móteitri gegn barnaveiki, en fyrir hana hlaut hann Nóbelsverðlaun í lífeðlis- og læknisfræði fyrstur manna árið 1901.
Lífvísindi 19. öld | |
---|---|
Nafn: | Emil von Behring |
Fæddur: | 15. mars 1854 í Hansdorfí Prússlandi |
Látinn | 31. mars 1917 í Marburg í Þýskalandi |
Svið: | Örverufræði, ónæmisfræði, lífeðlisfræði |
Markverðar uppgötvanir: |
Bóluefni gegn barnaveiki |
Helstu ritverk: | E. Behring og S. Kitasato (1890) Über das Zustandekommen der Diphtherie-Immunität und der Tetanus-Immunität bei Thieren. Dtsch. Med. Wschr. 16, 1113–1114. |
Helstu vinnustaðir: |
Philipps-háskólinn í Marburg |
Verðlaun og nafnbætur: |
Nóbelsverðlaunin í lífeðlis- og læknisfræði 1901 |
Ævi og störf
breytaAdolf Emil Behring, sem síðar breytti nafni sínu í Emil Adolf von Behring fæddist í Hansdorf í Prússlandi (nú Ławice í Póllandi), þar sem faðir hans var grunnskólakennari. Hann var námsfúst barn og hlaut ríkisstyrk til menntaskólagöngu. Fjölskylduvinur kostaði hann til læknanáms við Kaiser Wilhelm herlæknaakademíuna í Berlín. Að loknu læknanámi starfaði hann um hríð sem herlæknir, en þáði síðan stöðu sem rannsóknamaður hjá Robert Koch í Berlín. Þar starfaði hann ásamt Kitasato Shibasaburo að rannsóknum á orsakavöldum barnaveiki og stífkrampa. Í árslok 1890 birtu þeir niðurstöður sínar, þess efnis að unnt væri að gera dýr ónæm fyrir eiturefnum barnaveiki- og stífkrampasýklanna með blóðvatnsmeðferð, í Deutsche medizinische Wochenschrift og vöktu þær þegar mikla athygli[1]. Barnaveiki var enda mikill vágestur á þessum árum og lét nærri að annað hvert fætt barn í Evrópu létist af völdum hennar. Árið 1895 flutti Behring sig um set til Marburg og þáði prófessorsstöðu við háskólann þar og gegndi henni til æviloka.
Heimildir
breyta- ↑ Niels Dungal (1954) „Aldarminning tveggja velgerðarmanna mannkyns. Paul Ehrlich – Emil von Behring“ Morgunblaðið 16. mars 1954, bls. 9 og 11