Sýklalyf (einnig fúkalyf eða fúkkalyf) á vanalega við efni sem drepa eða hindra vöxt gerla (baktería),[1] og eru sýklalyf undirflokkur örverueyðandi efna. Fyrsta sýklalyfið sem fannst var penisillín en það var skoski líffræðingurinn Alexander Fleming sem fyrstur var til þess að finna efnið penisillin af tilviljun í myglu sem hafði ræktast upp í rannsóknarstofuni hjá honum árið 1928.

Penisillín, fyrsta sýklalyfið uppgötvað af Alexander Fleming árið 1928

Eftir það hafa verið þróuð mörg sýklalyf með mismunandi virkni. Til eru bæði svokölluð sérvirk sýklalyf sem verka þá á ákveðnar bakteríur sem valda sýkingum en láta aðra bakteríu flóru í friði og síðan eru breiðvirk sýklalyf sem „drepa allt“.[2]

Röng eða of mikil notkun sýklalyfja getur leitt til sýklalyfjaónæmis. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin telur sýklalyfjaónæmi vera helstu heilbrigðisógnina á heimsvísu.[3]

Fjórflokkun sýklalyfja

breyta

Hægt er að flokka sýklalyf eftir virkni þeirra í fjóra flokka (Tenover FC, 2006).

Truflun á nýsmíði frumuveggsins

breyta

Innan þessa flokks eru β-laktasar; penisillin, kefalósporín, ampicillín, carbapenem og monobactam. Einnig eru hér efnin glýkópeptíð ásamt vancomycin og teicoplanin. β-laktasa hamla nýmyndun frumuveggsins með því að trufla ensímin sem nauðsynleg eru til nýmundunar peptíðóglýcan lagsins. Vancomycin og teiocoplanin hamla einnig nýmyndunar frumu veggsins, þetta gera þau með því að koma í veg fyrir víxltengingu peptíðóglýcana sem er nauðsynleg fyrir stöðuga nýmyndun á frumuveggnum. [4]

Hömlun á nýmyndun próteina

breyta

Makrólíð, amínóglýkósíð, klóramfenikól, tetrasýklín, streptogramin og oxazolidinones eru sýklalyf innan þessa flokks. Ríbósóm baktería eru frábrugðin hliðstæðu einingunum í heilkjarna frumum. Þessi sýklalyf nýta sér það og geta þannig sérstaklega hamlað bakteríuvöxt. Makrólíð, amínóglýkósíð og tetrasýklín bindast 30S undireiningunum ríbósómsins á meðan klóramfeníkólið bindist 50S undireiningum.[5]

Truflun á nýmyndun kjarnsýra

breyta

Í þessum flokk eru meðal annarra lyfin fluoroquinolones, en þau raska nýmyndun á DNA með því að rjúfa tvöföldu DNA sameindina meðan á DNA afritun stendur.[6]

Hömlun á efnaskiptaferli

breyta

Í þessum flokk eru efni á við súlfónamíð og gagnvirkar fólínsýrur.[7]

Rannsóknir hafa sýnt að of mikil notkun sumra sýklalyfa og röng notkun þeirra getur valdið ónæmi gagnvart þeim og þannig þarf sífellt sterkari skammta og lyfjagjöfin dregst yfir lengra tímabil en eðlilegt getur talist.[8] Sumstaðar hafa sýklalyf (til dæmis aureomysín, penisillín og oxýtetracýklín) verið notuð sem íblöndunarefni í dýrafóður.

Tilvísanir

breyta
  1. Davey PG (2000). „Antimicrobial chemotherapy“. Í Ledingham JGG, Warrell DA (ritstjóri). Concise Oxford Textbook of Medicine. Oxford: Oxford University Press. bls. 1475. ISBN 0192628704.
  2. Karl G. Kristinnsson, 1989.
  3. „Sýklalyfjaónæmi og sýklalyfjanotkun“. Embætti landlæknis. Sótt 15. febrúar 2019.
  4. Tenover FC, 2006
  5. Tenover FC, 2006.
  6. Tenover FC, 2006.
  7. Tenover FC, 2006.
  8. „Heimasíða CNN“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. desember 2008. Sótt 25. maí 2008.

Heimildir

breyta
  • Karl G. Kristinnsson. (1989). „Ný breiðrófs-sýklalyf“. Læknablaðið, 75, 141-147.
  • Tenover FC. (2006). „Mechanisms of antimicrobial resistance in bacteria“. The American Journal of Medicine, 119(6), S3-S10

Tenglar

breyta
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.