Stríð Sovétríkjanna og Póllands
Stríð Sovétríkjanna og Póllands (febrúar 1919 – mars 1921) var stríð milli Rússlands og Sovéska sósíalíska lýðveldisins Úkraínu annars vegar og Póllands og Alþýðulýðveldisins Úkraínu hins vegar. Stríðið var afleiðing árekstra í útþenslustefnu ríkjanna. Pólland reyndi að tryggja sér landsvæði sem það hafði tapað seint á 18. öld. Sovétríkin stefnu á að halda yfirráðum yfir þessu sama landsvæði sem hafði tilheyrt Rússneska keisaradæminu fram að fyrri heimsstyrjöldinni. Bæði ríkin lýstu yfir sigri í stríðinu.
Stríð Sovétríkjanna og Póllands | |||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Hermenn í skotgröf í orrustunni við Niemen. | |||||||||
| |||||||||
Stríðsaðilar | |||||||||
Stuðningur: |
Stuðningur: | ||||||||
Leiðtogar | |||||||||
Fjöldi hermanna | |||||||||
Snemma árs 1919: ~50.000[3] Sumarið 1920: 800.000–950.000[4] |
Snemma árs 1919: ~80.000[5] Sumarið 1920: Í kringum 1.000.000[6] Úkraína: 20.000[7] Rússneskir sjálfboðaliðar: 20.000[7] | ||||||||
Mannfall og tjón | |||||||||
Alls tilkynnt: 140.000–145.000 u. þ. b. 60.000 látin[8] óþekktur fjöldi særðra u. þ. b. 80.000–85.000 teknir höndum[9] |
Alls tilkynnt: 212.420 47.551 látin 113.518 særð 51.351 tekin höndum eða týnd[10][11][12] |
Landamæri Rússlands og Póllands höfðu ekki verið skilgreind í Versalasamningunum og ýmsir atburðir undir lok styrjaldarinnar og í kjölfar hennar ógnuðu stöðugleika í Austur-Evrópu: Rússneska byltingin 1917 og hrun Rússneska, Þýska og Austurríska keisaraveldisins; Borgarastríðið í Rússlandi; brotthvarf miðveldanna frá austurvígstöðvunum; og tilraunir Úkraínu og Hvíta-Rússlands til að öðlast sjálfstæði. Józef Piłsudski, leiðtogi Pólverja, taldi að rétti tíminn væri til þess að færa út landamæri Póllands í austurátt svo langt sem hægt væri og þanning mætti varna gegn uppgangi þýskrar og rússneskrar heimsveldisstefnu. Lenín leit aftur á móti á Pólland sem brúna sem Rauði herinn yrði að fara yfir til að geta komið kommúnistum í Þýskalandi til hjálpar og öðrum byltingaröflum í Vestur-Evrópu.
Undir árslok 1919 hafði pólskum hersveitum tekist að ná yfirráðum yfir stórum hluta að Vestur-Úkraínu. Bolsévikar höfðu á sama tíma náð yfirhöndinni í borgarastríðinu í Rússlandi. Vorið 1920 náðu sovéskar hersveitir að brjóta á bak aftur pólska herinn og hrekja hann alla leið aftur til höfuðborgarinnar Varsjár. Í Vestur-Evrópu vaknaði ótti við sovéskar hersveitir sem nálguðust óðum landamæri Þýskalands. Um mitt sumarið var útlið fyrir að Varsjá myndi falla en um miðjan ágúst höfðu pólskar hersveitir betur í Orrustunni um Varsjá og sneru vörn í sókn. Þá hófu Sovétmenn friðarumleitanir og stríðinu lauk með vopnahléi sem tók gildi í október 1920. Friðarsamningarnir, Riga-sáttmálinn, var undirritaður 18. mars 1921 en þar var kveðið á um skiptingu landsvæðisins sem deilt var um.
Heimildir
breyta- Chwalba, Andrzej (2020). Przegrane zwycięstwo. Wojna polsko-bolszewicka 1918–1920 (pólska). Wołowiec: Wydawnictwo Czarne. ISBN 978-83-8191-059-0.
- Davies, Norman Richard (2003) [1972]. White Eagle, Red Star: the Polish-Soviet War, 1919–20 (New. útgáfa). New York: Pimlico / Random House Inc. ISBN 978-0-7126-0694-3.
Neðanmálsgreinar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „Rumunia – zapomniany sojusznik“ [Rúmenía – gleymdur bandamaður]. Chwała Zapomniana (pólska). 6. mars 2019.
- ↑ Chwalba 2020, bls. 13.
- ↑ Davies 2003, bls. 39.
- ↑ Davies 2003, bls. 142.
- ↑ Davies 2003, bls. 41.
- ↑ Czubiński 2012, bls. 115–118.
- ↑ 7,0 7,1 Bilans wojny polsko-bolszewickiej. Liczba żołnierzy, zabici, ranni i wzięci do niewoli
- ↑ Rudolph J. Rummel (1990). Lethal politics: Soviet genocide and mass murder since 1917. Transaction Publishers. bls. 55. ISBN 978-1-56000-887-3. Sótt 5. mars 2011.
- ↑ Chwalba 2020, bls. 306–307.
- ↑ Chwalba 2020, bls. 279–281.
- ↑ Davies, Norman (1972). White eagle, red star: the Polish-Soviet war, 1919–20. Macdonald and Co. bls. 247. ISBN 978-0356040134. Sótt 23. október 2011 – gegnum Google Books.
- ↑ Karpus, Zbigniew, Alexandrowicz Stanisław, Waldemar Rezmer, Zwycięzcy za drutami. Jeńcy polscy w niewoli (1919–1922). Dokumenty i materiały (Sigurvegarar á bak við gaddavír: Pólskir stríðsfangar 1919–1922: Skjöl og gögn), Toruń, Wydawnictwo Uniwersytetu Mikołaja Kopernika w Toruniu, 1995, ISBN 978-83-231-0627-2.