Orðuveitingar Hinnar íslensku fálkaorðu 2021-2030
Orðuveitingar Hinnar íslensku fálkaorðu |
2021-2030 |
2011-2020 |
2001-2010 |
1991-2000 |
1981-1990 |
1971-1980 |
1961-1970 |
1951-1960 |
1941-1950 |
1931-1940 |
1921-1930 |
2021Breyta
Þann 1. janúar árið 2021 sæmdi forseti Íslands fjórtán einstaklinga riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu[1] og á þjóðhátíðardaginn 17. júní voru einnig fjórtán sem hlutu orðuna.[2]
RiddarakrossBreyta
- Bernd Ogrodnik brúðumeistari, Reykjavík, fyrir framlag til brúðuleikhúss og íslenskrar menningar.
- Björn Þór Ólafsson fyrrverandi íþróttakennari, Ólafsfirði, fyrir framlag til skíðaíþrótta, félagsmála og menningarlífs í heimabyggð.
- Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur, Reykjanesbæ, fyrir störf og fræðslu á sviðum talmeinafræði og táknmáls.
- Dagný Kristjánsdóttir fyrrverandi prófessor, Reykjavík, fyrir kennslu og rannsóknir á bókmenntum íslenskra kvenna og barnabókmenntum.
- Edda Jónsdóttir myndlistarmaður og galleristi, Reykjavík, fyrir forystu um kynningu og miðlun á íslenskri myndlist.
- Egill Eðvarðsson kvikmyndagerðarmaður, Reykjavík, fyrir frumkvöðlastörf í dagskrárgerð fyrir sjónvarp og framlag til íslenskrar kvikmyndagerðar.
- Felix Valsson svæfinga- og gjörgæslulæknir, Mosfellsbæ, fyrir forystu við innleiðingu nýrrar tækni á sviði lækninga og framlag til björgunarstarfa.
- Halldór Benóný Nellett skipherra, Seltjarnarnesi, fyrir forystu á vettvangi landhelgisgæslu og björgunarstarfa.
- Helga Sif Friðjónsdóttir geðhjúkrunarfræðingur, Kópavogi, fyrir brautryðjandastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir fíkniefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa.
- Helgi Ólafsson rafvirkjameistari, Raufarhöfn, fyrir framlag til atvinnulífs, lista og menningar í heimabyggð.
- Hrafnhildur Ragnarsdóttir fyrrverandi prófessor, Reykjavík, fyrir rannsóknir og miðlun þekkingar um mál og málnotkun, málþroska barna og þróun læsis.
- Jón Atli Benediktsson rektor, Reykjavík, fyrir framlag til alþjóðlegra vísinda og nýsköpunar á sviði fjarkönnunar og stafrænnar myndgreiningar og störf í þágu háskólamenntunar.
- Jón Kristinn Cortez tónlistarkennari og kórstjóri, Reykjavík, fyrir framlag til kóratónlistar og forystu um útgáfu sönglaga eftir íslensk tónskáld.
- Lára Stefánsdóttir skólameistari, Ólafsfirði, fyrir frumkvæði og nýsköpun á vettvangi framhaldsskóla.
- Margrét Kristmannsdóttir framkvæmdastjóri og fyrrverandi varaformaður Samtaka atvinnulífsins, Kópavogi, fyrir framlag til íslensks atvinnulífs og opinberrar umræðu.
- Már Guðmundsson hagfræðingur og fyrrverandi seðlabankastjóri, Reykjavík, fyrir störf í opinbera þágu.
- Ólafur Flóvenz jarðeðlisfræðingur og fyrrverandi forstjóri Íslenskra orkurannsókna, Reykjavík, fyrir forystu á vettvangi rannsókna á íslenskum orkuauðlindum.
- Ólafur Karl Nielsen fuglafræðingur og formaður Fuglaverndar, Reykjavík, fyrir rannsóknir á íslenskum fuglum og miðlun þekkingar á því sviði.
- Páll Halldórsson flugstjóri, Selfossi, riddarakross fyrir framlag til björgunar mannslífa og brautryðjandastörf á vettvangi landgræðslu
- Pétur H. Ármannsson arkitekt, Reykjavík, fyrir rannsóknir á sögu byggingarlistar á Íslandi og miðlun þekkingar á því sviði.
- Pétur Guðfinnsson fyrrverandi útvarpsstjóri, Reykjavík, fyrir forystustörf á vettvangi íslenskra fjölmiðla.
- Rakel Garðarsdóttir framkvæmdastjóri, Reykjavík, fyrir framlag til að efla vitund um matarsóun, betri nýtingu og umhverfismál.
- Rósa Björg Jónsdóttir bókasafns- og upplýsingafræðingur, Reykjavík, fyrir sjálfboðastörf í þágu Móðurmáls, samtaka um tvítyngi, við skráningu og miðlun barnabóka á öðrum tungumálum en íslensku
- Sigrún Árnadóttir þýðandi, Reykjavík, fyrir þýðingarstörf og framlag til íslenskrar barnamenningar.
- Sigrún Edda Björnsdóttir leikkona, Reykjavík, fyrir framlag til íslenskrar leiklistar.
- Vanda Sigurgeirsdóttir lektor og fyrrverandi knattspyrnumaður, Reykjavík, fyrir framlag til knattspyrnu kvenna og baráttu gegn einelti.
- Vilborg Ingólfsdóttir hjúkrunar- og lýðheilsufræðingur, Reykjavík, fyrir framlag til hjúkrunar og heilbrigðisþjónustu á Íslandi og á alþjóðavettvangi.
- Þorbjörg Helgadóttir fyrrverandi orðabókarritstjóri við Árnasafn í Kaupmannahöfn, Nørre Broby í Danmörku, fyrir framlag til íslenskra fræða.
TilvísanirBreyta
- ↑ Forseti.is [1] (skoðað 2. janúar 2021)
- ↑ Visir.is, „Fyrrverandi seðlabankastjóri meðal 14 fálkaorðuhafa“ (skoðað 18. júní 2021)