Norræna Atlantsnefndin

Norræna Atlantsnefndin (NORA) er vest-norrænt byggða- og svæðasamstarf á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem nær til Grænlands, Íslands, Færeyja og hluta Noregs. NORA vinnur einnig náið með öðrum aðliggjandi svæðum, s.s. norðurhluta Bretlandseyja, hluta Svíþjóðar, Noregs og Finnlands og norðaustursvæða Kanada. Þá nær samstarfið einnig til Norðurslóðaáætlunar Evrópusambandsins.

Kort af aðildarríkjum í Norrænu Atlantsnefndinni

Markmið NORA eru meðal annars að styðja við bakið á starfsemi í atvinnulífi, rannsóknar- og þróunarstarfsemi þvert á landamæri svæðisins.

Skrifstofa NORA er í Þórshöfn í Færeyjum en landskrifstofur starfa í hinum aðildarlöndunum þremur. Íslenska landskrifstofan starfar innan Byggðastofnunar.

TenglarBreyta