Nordplus er norræn menntaáætlun sem starfar á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar og veitir styrki á sviði menntamála til aðila á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum.

Norræn tungumála- og menningaráætlun heyrir undir Nordplus en auk þess deilist áætlunin niður á fjórar undiráætlanir:

  • Nordplus Junior (styrkir á sviði leik-, grunn- og framhaldsskóla)
  • Nordplus fyrir háskólastigið
  • Nordplus Voksen (styrkir á sviði fullorðinsfræðslu)
  • Nordplus Horisontal (styrkir til verkefna sem passa inn í fleiri en einn flokk hinna undirflokkanna)

Alþjóðaskrifstofa Háskólastigsins annast rekstur Landskrifstofu Nordplus á Íslandi.

Tenglar

breyta