NCIS (6. þáttaröð)

Sjötta þáttaröðin af NCIS var frumsýnd 23.september 2008 og sýndir voru 25 þættir. Söguþráðs skipti verða þegar Gibbs og McGee ferðast til Los Angeles og áhorfendur fá að kynnast nýjasta NCIS liðinu í NCIS: Los Angeles. Lauren Holly hættir sem Jennifer Shepard en í staðinn kemur Rocky Carroll sem hinn nýi yfirmaður NCIS.

Aðalleikarar breyta

Aukaleikarar breyta

Þættir breyta

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Last Man Standing Shane Brennan Tony Wharmby 23.09.2008 1 - 114
Við rannsókn á dauða undirforingja, þá uppgvötar Gibbs ástæðuna fyrir því að nýji yfirmaður NCIS Leon Vance splittaði upp gamla NCIS liðið.
Agent Afloat Dan Fesman og David North Thomas J. Wright 30.09.2008 2 - 115
Dinozzo sem er núna um borð í USS Seahawk kemst að því að hugsanlegt sjálfsmorð liðsforingja gæti verið tengt miklu stærra og hættulegra plani.
Capitol Offense Frank Cardea og George Schenck Dennis Smith 07.10.2008 3 - 116
NCIS liðið rannsakar morð á yfirlautinant sem átti í ástarsambandi við þingmann.
Heartland Jesse Stern Tony Wharmby 14.10.2008 4 - 117
Rannsókn á hrottalegu morði á tveimur sjóliðum leiðir NCIS liðið til Stillwater, PA sem var heimabær annars sjóliðans og Leroy Jethro Gibbs.
Nine Lives Linda Burstyn, Dan Fesman og David North Dennis Smith 21.10.2008 5 - 118
Gibbs og Fornell rekast á þegar morðrannsókn leiðir NCIS liðið að manni sem er vitni í mafíumáli alríkislögreglunnar.
Murder 2.0 Steven Binder Arvin Brown 28.10.2008 6 - 119
NCIS liðið rannsakar röð morða sem raðmorðingi setur á internetið ásamt myndböndum sem sína vísbendingar um næstu fórnarlömb hans.
Collateral Damage Alfonso Moreno Terrence O´Hara 11.11.2008 7 - 120
Vance setur nýjan meðlim í NCIS liðið þegar það er að rannsaka bankarán í Quantico þar sem öryggisvörður er skotinn til bana.
Cloak Jesse Stern James Whitmore Jr. 18.11.2008 8 - 121
Gibbs biður Tony og Zivu að brjótast inn í leynilegaherstöð til þess að kanna öryggi hennar. Í lok æfingarinnar komast þau að því að Gibbs og Vance eru að leita að njósnara innan NCIS og verða þau hissa þegar upplýst er hver hann er.
Dagger Reed Steiner og Christopher Waild Dennis Smith 25.11.2008 9 - 122
Gibbs og NCIS liðið verða að treysta á upplýsingar frá vafasömum heimildarmanni, þannig að hægt sé að stoppa þjóf frá því að stela viðkvæmum ríkisleyndarmálum.
Road Kill Steven Kriozere Thomas J. Wright 02.12.2008 10 - 123
NCIS liðið rannsakar dauða undirforingja sem deyr í bílslysi, sem leiðir liðið að undirheimum götubardaga.
Silent Night Frank Cardea og George Schenck Tony Wharmby 16.12.2008 11 - 124
NCIS liðið er kallað að tvöföldu morði þegar fingraför sjóliða sem hefur verið látinn í 17 ár finnst á glæpavettvangi.
Caged Alfonso Moreno Leslie Libman 06.01.2009 12 - 125
Þegar McGee er að taka viðtal við fanga í kvennafangelsi þá lendir hann í miðri fangauppreisn og er tekinn sem gísl af föngunum eftir að einn af fangavörðunum finnst myrtur.
Broken Bird Jesse Stern James Whitmore Jr. 13.01.2009 13 – 126
Við rannsókn á andláti sjóliða þá ræðst ókunnug kona á Ducky og stingur hann í hendina. Frekari rannsókn á málinu leiðir NCIS liðið að óhugnalegum upplýsingum um fortíð Duckys.
Love & War Steven Binder og David North Terrence O´Hara 27.01.2009 14 - 127
NCIS liðið rannsakar morð á kapteini sem gæti hafa verið njósnari þangað til upplýsingar um persónulegt líf hans breytir rannsókninni.
Deliverance Dan Fesman og Reed Steiner Dennis Smith 10.02.2009 15 - 128
NCIS liðið rannsakar morð á sjóliða með tengsl við glæpagengi. Frekari rannsókn leiðir í ljós tengsl á milli sjóliðans og fortíðar Gibbs.
Bounce Steven Binder og David North Arwin Brown. 17.02.2009 16 - 129
Þegar DiNozzo kemst að því að hann setti saklausan mann í fangelsi, ákveður hann að enduropna málið í leit sinni að rétta sökudólgnum.
South By Southwest Frank Cardea og George Schenck Thomas J. Wright 24.02.2009 17 - 130
NCIS fulltrúi finnst látinn og leiðir rannsóknin Gibbs og Tony út í eyðimörkina í leit að konunni með öll svörin.
Knockout Jesse Stern Tony Wharmby 17.03.2009 18 - 131
Þegar gamall vinur Vance finnst myrtur þá stýrir hann sjálfur rannsókninni sem ýtir Gibbs út í það að rannsaka fortíð Vance.
Hide and Seek Dan Fesman Dennis Smith 24.03.2008 19 - 132
Skammbyssa finnst hjá 12 ára gömlum syni sjóliðsforingja og reynir NCIS liðið að komast að því hvaðan byssan kom en málið verður flóknara þegar Abby finnur heilaslettur á byssunni.
Dead Reckoning David North, Reed Steiner og Christopher Waild Terrecne O´Hara 31.03.2009 20 - 133
CIA fulltrúinn Trent Kort biður Gibbs um aðstoð þegar hann lendir í skotbardaga við tvo menn með tengsl við þekktan hryðjuverkamann.
Toxic Steven Binder Thomas J. Wright 07.04.2009 21 - 134
Vísindamaður við leynilegt hernaðarverkefni hverfur og er Abby ráðin til þess að ljúka verkefninu. Á meðan þá hefur NCIS liðið áhyggjur af því að hún muni lenda í því sama og fyrirrennari hennar.
Legend (Part 1) Shane Brennan Tony Wharmby 28.04.2009 22 - 135
Gibbs og McGee fara til Los Angeles til þess að vinna með NCIS: Los Angeles liðinu í rannsókn sinni á morði á sjóliða með tengsl við hryðjuverkahóp.
Legend (Part 2) Shane Brennan James Whitmore Jr. 05.05.2009 23 - 136
DiNozzo byrjar að efast um tryggð Zivu við NCIS þegar Mossad fulltúinn Michael Rivkin dúkkar upp í Washington, á samatíma þá reynir Gibbs og McGee að ná í hendurnar á hryðjuverkahópnum.
Semper Fidelis Jesse Stern Tony Wharmby 12.05.2009 24 - 137
NCIS liðið, Tolllögreglan (ICE) og alríkislögreglan verða að vinna sama þegar fulltrúi tolllögreglunnar finnst myrtur á heimili varnarmálaráðherrans í miðju pókerspili. Á samatíma þá hittir DiNozzo Mossad fulltrúann Rivkin auglits til auglits í fyrsta skipti.
Aliyah David North Dennis Smith 19.05.2009 25 - 138
Ziva er óánægð með endurfund sinn við föður sinn þegar Gibbs, Tony og hún ferðast til Ísraels.

Tilvísanir breyta

Heimildir breyta