Jonathan LaPaglia
Jonathan LaPaglia (fæddur, 31. ágúst 1969) er ástralskur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í New York Undercover, Seven Days, The District og Cold Case.
Jonathan LaPaglia | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Jonathan LaPaglia 31. ágúst 1969 |
Ár virkur | 1996 - |
Helstu hlutverk | |
Rannsóknarfulltrúinn Tommy McNamara í New York Undercover Lt. Frank Parker í Seven Days Rannsóknarfulltrúinn Kevin Debreno í The District Aðstoðarsaksóknarinn Curtis Bell í Cold Case |
Einkalíf
breytaLaPaglia er fæddur og uppalinn í Adelaide í Suður-Ástralíu og er af hollenskum og ítölskum uppruna. LaPaglia giftist leikkonunni Ursula Brooks árið 1998 og saman eiga þau eina dóttur. Eldri bróðir hans er leikarinn Anthony LaPaglia. LaPaglia stundaði læknisnám við Háskólann í Adelaide og vann í þrjú ár sem bráðalæknir í Adelaide, Sydney og London. LaPaglia vildi fylgja bróður sínum eftir í leiklistina og fluttist því til New York árið 1994 og stundaði nám við Circle in the Square Theatre School.
Ferill
breytaFyrsta hlutverk LaPaglia var árið 1996 í sjónvarpsseríunni New York Undercover þar sem hann lék rannsóknarfulltrúann Tommy McNamara til ársins 1997. Síðan var honum boðið hlutverk í Seven Days sem Lt. Frank Parker sem hann lék til ársins 2001. LaPaglia var síðan boðið eitt af aðalhlutverkunum í lögregluþættinum The District þar sem hann lék Rannsóknarfulltrúann Kevin Debreno frá 2001-2004. LaPaglia hefur einnig komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við: Law & Order, The Sopranos, NCIS, Burn Notice og Cold Case. LaPaglia hefur einnig komið fram í kvikmyndum á borð við: Origin of the Species, Jack Rio og The Hit List.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1997 | Deconstruction Harry | Fyrsti aðstoðarmaður kvikmyndavélar Persónan Harry |
|
1998 | Origin of the Species | Stan | |
2000 | Under Hellgate Bridge | Vincent | |
2008 | Jack Rio | Devon Russel | |
2008 | A Beautiful Life | Vince | |
2011 | Final Sale | Dolan | |
2011 | The Hit List | Rannsóknarfulltrúinn Neil McKay | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1996-1997 | New York Undercover | Rannsóknarfulltrúinn Tommy McNamara | 24 þættir |
1998 | Law & Order | Frank Russo | Þáttur: Grief |
1998 | Inferno | Eddie | Sjónvarpsmynd |
1998-2001 | Seven Days | Lt. Frank Parker | 66 þættir |
2002 | The Agency | Rannsóknarfulltrúinn Kevin Debreno | Þáttur: Doublecrossover |
2001-2004 | The District | Rannsóknarfulltrúinn Kevin Debreno | 66 þættir |
2004 | Plain Truth | Cooper | Sjónvarpsmynd |
2004 | The Dead Will Tell | Bill Hytner | Sjónvarpsmynd |
???? | Brothers & Sisters | Bryan March | ósýndur fyrsti þáttur |
2006 | Windfall | Dave Park | 8 þættir |
2006 | Law & Order: Criminal Intent | Jack McCaskin | Þáttur: Tru Love |
2007 | Gryphon | Prinsinn Seth of Delphi | Sjónvarpsmynd |
2007 | The Sopranos | Michael the Cleaver | Þáttur: Stage 5 |
2008 | Moonlight | Jackson Monaghan | Þáttur: Sonata |
2008 | NCIS | Alríkisfulltrúinn Brent Langer | 2 þættir |
2008 | Bones | Anton Deluca | Þáttur: The Skull in the Sculpture |
2009 | Dark Blue | Tommy Franco | Þáttur: Ice |
2009 | Castle | John Knox | Þáttur: Love Me Dead |
2010 | Burn Notice | Coleman | Þáttur: Good Intentions |
2008-2010 | Cold Case | Aðstoðarsaksóknarinn Curtis Bell | 10 þættir |
2011 | The Slap | Hector | 8 þættir |
Leikstjóri
breyta- 2004: The District (Þáttur: The Black Widow Maker)
Verðlaun og tilnefningar
breytaAcademy of Science Fiction, Fantasy & Horror Films
- 1999: Tilnefndur sem besti Genre leikari fyrir Seven Days.
Tilvísanir
breytaHeimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Jonathan LaPaglia“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 22. ágúst 2011.
- Jonathan LaPaglia á IMDb