Rocky Carroll (fæddur Roscoe Carroll, 8. júlí 1963) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í NCIS, NCIS: Los Angeles, Roc, The Agency og Chicago Hope.

Rocky Carroll
Rocky Carroll á verðlaunaafhendingu Hollywood Walk of Fame 2012
Rocky Carroll á verðlaunaafhendingu Hollywood Walk of Fame 2012
Upplýsingar
FæddurRoscoe Carroll
8. júlí 1963 (1963-07-08) (60 ára)
Ár virkur1989 -
Helstu hlutverk
Leon Vance í NCIS og NCIS: Los Angeles
Dr. Keith Wilkes í Chicago Hope
Joey Emerson í Roc
Carl Reese í The Agency

Einkalíf breyta

Carroll fæddist í Cincinnati í Ohio í Bandaríkjunum. Hann stundaði nám við School for Creative and Performing Arts og útskrifaðist þaðan árið 1981. Carroll var ákveðinn í því að auka þekkingu sína í leiklist og hóf nám við The Conservatory of Theatre Art við Webster-háskólann í St. Louis þaðan sem hann útskrifaðist með B.F.A. gráðu. Eftir útskrift þá fluttist Carroll til New York og þar kynnti hann börnum fyrir verkum Shakespeare með þáttöku í Joe Papps Shakespeare á Broadway seríunni.

Ferill breyta

Leikhús breyta

Sem hluti af Joe Papps New York Shakespeare-hátíðinni, þá átti Carroll þátt í að opna dyrnar fyrir lituðum leikurum með því að taka hlutverk sem oftast voru leikin af hvítum leikurum í Shakespeare-leikritunum. Árið 1987 kynntist Carroll verkum Augusts Wilson þegar hann lék í leikritinum The Piano Lesson. Leikritið hlaut ekki aðeins Pulitzer-verðlaunin fyrir drama, þá var Carroll tilnefndur til Tony og Drama Desk-verðlauna fyrir hlutverk sitt.

Sjónvarp breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Carrolls var árið 1989 í sjónvarpsmyndinni Money, Power, Murder. Árið 1991 var honum boðið hlutverk í Roc sem Joey Emerson, sem hann lék til ársins 1994. Hann hefur verið gestaleikari í sjónvarpsþáttum á borð við: Boston Legal, The West Wing, Law & Order og The Game. Frá 1996-2000 þá lék hann í Chicago Hope sem læknirinn Keith Wilkes. Carroll hefur verið hluti af NCIS síðan 2008 sem Leon Vance hinn nýi yfirmaður NCIS ásamt því að koma fram í NCIS: Los Angeles.

Kvikmyndir breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Carrolls var árið 1989 í Born on the Fourth of July. Síðan þá hefur hann komið fram í kvikmyndum á borð við Crimson Tide, Best Laid Plans og Yes Man.

Kvikmyndir og sjónvarp breyta

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1989 Born on the Fourth of July Willie – Va Hospital
1992 Fathers & Sons Flo
1992 Prelude to a Kiss Tom
1994 The Chase Byron Wilder
1995 Crimson Tide Lt. Darik Westergaurd
1996 The Great White Hype Aremus St. John Saint
1999 Best Laid Plans Bad Ass Dude
2000 The Ladies Man Cyrus Cunningham
2007 Prisoner Stúdío yfirmaður
2008 Yes Man Wes
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1989 Money, Powe, Murder Dwan Sjónvarpsmynd
1990 Law & Order Dr. Davids Þáttur: Prescription for Death
1991 The American Experience James Gooding Þáttur: The Masschusetts 54th Colored Infantry
1991-1994 Roc Joey Emerson 72 þættir
1995 Fantastic Four Triton 2
Talaði inn á.
???? Gargoyles: The Goliath Chronicles Talon Þáttur: Genesis Undone
Talaði inn á
1996 High Incident Jerry White Þáttur: Pilot
1994-1996 Gargoyles Talon 10 þættir
1997 Five Desperate Hours Lt. Frank Early Sjónvarpsmynd
1998 Early Edition Dr. Keith Wilkes Þáttur: Mum´s the Word
1996-2000 Chicago Hope Dr. Keith Wilkes 96 þættir
2000-2001 Welcome to New York Adrian Spencer 15 þættir
2001 The West Wing Corey Sykes Þáttur: The Drop In
2001 Family Law U.S. Attorney Skidmore 2 þættir
2001-2003 The Agency Carl Reese 45 þættir
2004 ER Mr. Walker Þáttur: The Student
2004 Father of the Pride Talaði inn á 2 þættir
2004 Boston Legal A.D.A. John Shubert Þáttur: Hired Guns
2005 Bobby Cannon ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
2004-2005 American Dreams Presturinn Davis 2 þættir
2005 Kevin Hill Tony Banks Þáttur: Occupational Hazard
2006 The Line-Up Sean Tyler Sjónvarpsmynd
2005-2006 Invasion Healy 4 þættir
2006 W.I.T.C.H. Jerry Bitteroot Þáttur: P Is for Protectors
2007 The Line-Up ónefnt hlutverk Sjónvarpsmynd
???? The It Crowd Denham Þáttur: Episode #1.1
2006-2007 The Game Kenny Taylor 4 þættir
2007 Grey´s Anatomy James Þáttur: Haunt You Every Day
2009-til dags NCIS: Los Angeles Leon Vance 7 þættir
2008-til dags NCIS Leon Vance 77


Verðlaun og tilnefningar breyta

Image-verðlaunin

  • 2010: Tilnefndur sem besti aukaleikari í dramaseríu fyrir NCIS.
  • 1999: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Chicago Hope.
  • 1998: Tilnefndur sem besti aukaleikari í dramaseríu fyrir Chicago Hope.

Screen Actors Guild-verðlaunin

  • 1998: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir Chicago Hope.
  • 1997: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir Chicago Hope.

Heimildir breyta

Tenglar breyta