Mark Harmon
Mark Harmon (fæddur Thomas Mark Harmon, 2. september 1951) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í NCIS, Chicago Hope og St. Elsewhere.
Mark Harmon | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Thomas Mark Harmon 2. september 1951 |
Ár virkur | 1973 - |
Helstu hlutverk | |
Leroy Jethro Gibbs í NCIS Dr. Robert Caldwell í St. Elsewhere Dr. Jack McNeil í Chicago Hope |
Einkalíf
breytaHarmon fæddist í Burbank, Kaliforníu í bandaríkjunum. Stundaði nám við Los Angeles Pierce College en skipti yfir í Kaliforníuháskólann í Los Angeles þaðan sem hann útskrifaðist með B.A. gráðu í samskiptum árið 1974. Var valinn fallegasti maður ársins 1986 af People´s tímaritinu. Harmon giftist leikkonunni Pam Dawber árið 1987 og saman eiga þau tvo stráka.
Þann 1. október 2012 var Harmon heiðraður með stjörnu á Hollywood Walk of Fame göngugötunni sem er staðsett við 6253 Hollywood Blvd.[1]
Fótboltaferill
breytaSpilaði amerískan fótbolta sem leikstjórnandi á meðan hann stundaði nám. Var leikstjórnandi UCLA Bruins liðsins árin 1972 – 1973.[2][3] Fékk hann National Football Foundation verðlaunin fyrir fjölhæfni sína árið 1973.[2][4]Þau tvö ár sem hann var leikstjórnandi liðsins þá vann Kaliforníuháskólinn 17 leiki en tapaði aðeins 5. Var árið 2010 gefinn inn í íþróttaheiðurshöll Pierce College skólans.
Ferill
breytaLeikhús
breytaHarmon hefur leikið í nokkrum uppfærslum í Los Angeles og Toronto. Kom fram sem Bobby í Wrestlers og The Wager í The Cast Theatre í Los Angeles. Í lok áttunda áratugsins var hann hluti af uppfærslunni Key Exchange í Kanada. Fékk tækifæri til þess að leika gegn eiginkonu sinni Pam Dawber í uppfærslunni af Love Letters.
Sjónvarp
breytaFyrsta sjónvarpsframkoma hans var í Kellogg's sjónvarpsauglýsingu með föður sínum. Fyrsta hlutverk hans í sjónvarpsþætti var í Ozzie's Girls frá 1973. Sem fylgdi á eftir með gestahlutverkum þáttum á borð við Adam-12, Police Woman, Centennial og 240-Robert. Fyrsta stóra hlutverk hans var í Flamingo Road sem Fielding Carlisle. Serían lifði stutt og eftir hana þá fékk hann hlutverk í St. Elsewhere árið 1983 sem læknirinn Robert Caldwell sem hann lék til ársins 1986. En persóna hans var samkynhneigð og var látin smitast af alnæmisveirunni,varð söguþráðurinn þekktur fyrir að vera fyrsti sinnar tegundar í sjónvarpi þar sem aðalpersóna hlýtur veiruna. Lék rannsóknarlögreglufulltrúann Dickie Cobb í sjónvarpsþættinum Reasonable Doubts frá árunum 1991-1993. Árið 1996 þá var honum boðið hlutverk í Chicago Hope sem læknirinn Jack McNeil. Lék síðan leyniþjónustumanninn Simon Donovan í The West Wing sem lífvörður C.J. Cregg. Hefur síðan 2003 leikið NCIS alríkisfulltrúann Leroy Jethro Gibbs í CBS dramaþættinum NCIS.
Kvikmyndir
breytaHarmon lék í fyrstu kvikmynd sinn árið 1978 í Comes a Horseman. Hefur síðan þá komið í kvikmyndum á borð við: The Presidio, Wyatt Earp, Fear and Loathing in Las Vegas og Chasing Liberty.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
1978 | Comes a Horseman | Billy Joe Meynert | |
1979 | Beyond the Poseidon Adventure | Larry Simpson | |
1984 | Tuareg – II guerriero del deserto | Gacel Sayah | |
1986 | Let´s Get Harry | Harry Burck Jr. | |
1987 | Summer School | Mr. Freddy Shoop | |
1988 | The Presidio | Jay Austin | |
1988 | Stealing Home | Billy Wyatt | |
1989 | Worth Winning | Taylor Worth | |
1991 | Til There Was You | Frank Flynn | |
1991 | Cold Heaven | Alex Davenport | |
1994 | Wyatt Earp | Fógetinn Johnny Behan | |
1994 | Natural Born Killers | Mickey Knox í endursköpun Wayne Gales | óskráður á lista |
1995 | Magic in the Water | Jack Black | |
1995 | The Last Supper | Áhrifaríkur maður | |
1997 | Casualties | Tommy Nance | |
1997 | The First to Go | Jeremy Hampton | |
1998 | Fear and Loathing in Las Vegas | Blaðamaður á tímariti | |
2000 | The Amati Girls | Lawrence | |
2000 | I´ll Remember April | John Cooper | |
2002 | Local Boys | Jim Wesley | |
2003 | Freaky Friday | Ryan | |
2004 | Chasing Liberty | Forsetinn James Foster | |
2009 | Weather Girl | Dale | |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1973 | Ozzie´s Girls | Frambjóðandi | |
1975 | Emergency | Lögreglumaðurinn Dave Gordon | Þáttur: 905-Wild |
1975 | Adam-12 | Lögreglumaðurinn Gus Corbin | Þáttur: Gus Corbin |
1976 | Eleanor and Franklin | Robert Dunlap | Sjónvarpsmynd |
1976 | Laverne & Shirley | Victor, jeppakaupandi | Þáttur: Dating Slump |
1976 | All´s Fair | ónefnt hlutverk | Þáttur: Jealousy |
1975-1976 | Police Woman | Paul Donin Stansky |
2 þættir |
1976 | Delvecchio | Ronnie Striker | Þáttur: Hot Spell |
1977 | Eleanor and Franklin: The White House Years | Robert Dunlap | Sjónvarpsmynd |
1977 | The Hardy Boys/Nancy Drew Mysteries | Chip Garvey | Þáttur: Mystery of the Solid Gold Kicker |
1978 | Sam | Lögreglumaðurinn Mike Breen | 7 þættir |
1978 | Getting Married | Howie Lesser | Sjónvarpsmynd |
1978 | Little Mo | Norman Brinker | Sjónvarpsmynd |
1978-1979 | Centennial | Kapteinn John McIntosh | 3 þættir |
1979-1980 | 240-Robert | Fulltrúinn Dwayne ´Thib´ Thibideaux | 13 þættir |
1980 | The Dream Merchants | Johnny Edge | Sjónvarpsmyd |
1981 | Goliath Awaits | Peter Cabot | Sjónvarpsmynd |
1980-1982 | Flamingo Road | Fielding Carlyle | 38 þættir |
1983 | Intimate Agony | Tommy | Sjónvarpsmynd |
1979-1983 | The Love Boat | Doug Bradbury | 3 þættir |
1986 | Prince of Bel Air | Robin Prince | Sjónvarpsmynd |
1986 | The Deliberate Stranger | Ted Bundy | Sjónvarpsmynd |
1983-1986 | St. Elsewhere | Dr. Robert Caldwell | 70 þættir |
1987 | Moonlighting | Sam Crawford | 4 þættir |
1987 | After the Promise | Elmer Jackson | Sjónvarpsmynd |
1989 | Sweet Bird of Youth | Chance Wayne | Sjónvarpsmynd |
1990 | Kenny Rogers Classic Weekend | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
1991 | Dillinger | John Dillinger | Sjónvarpsmynd |
1991 | Fourth Story | David Shepard | Sjónvarpsmynd |
1991 | Long Road Home | Ertie Robertson | Sjónvarpsmynd |
1991 | Shadow of a Doubt | Charles | Sjónvarpsmynd |
1991-1993 | Reasonable Doubts | Rannsóknarfulltrúinn Dicky Cobb | 44 þættir |
1993 | Harts of the West | Trúður á sýningu | Þáttur: The Right Stuff |
1995 | Original Sins | Jonathan Franye | Sjónvarpsmynd |
1996 | Strangers | Mark | Þáttur: Visit |
1995-1996 | Charlie Grace | Charlie Grace | 9 þættir |
1997 | Adventures from the Book of Virtues | Ulysses | Þáttur: Perseverance |
1998 | From the Earth to the Moon | Wally Schirra | Þáttur: We Have Cleared the Tower |
1996-2000 | Chicago Hope | Dr. Jack McNeil | 95 þættir |
2000 | For All Time | Charles Lattimer | Sjónvarpsmynd |
2001 | Crossfire Trail | Bruce Barkow | Sjónvarpsmynd |
2001 | And Never Let Her Go | Thomas Capano | Sjónvarpsmynd |
2001 | The Legend of Tarzan | Bob Markham | Þáttur: Tarzan and the Outbreak |
2002 | The West Wing | Leyniþjónustufulltrúinn Simon Donovan | 4 þættir |
2003 | JAG | NCIS alríkisfulltrúinn Jethro Gibbs | 2 þættir |
2003-til dags | NCIS | NCIS alríkisfulltrúinn Jethro Gibbs | 186 þættir |
2011 | Prey | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd Í frumvinnslu |
Framleiðandi
breyta- 1995: Charlie Grace (6 þættir)
- 2008-til dags: NCIS (67 þættir)
- 2011: Prey (Í frumvinnslu)
Leikstjóri
breyta- 1999-2000: Chicago Hope (2 þættir)
- 2002: Boston Public (2 þættir)
Verðlaun og tilnefningar
breytaEmmy verðlaunin
- 2002: Tilnefndur sem besti gestaleikari í drama seríu fyrir The West Wing.
- 1977: Tilnefndur sem besti aukaleikari í grín eða drama sérþætti fyrir Eleanor and Franklin: The White House Years.
Golden Boot verðlaunin
- 2005: Golden Boot verðlaunin.
Golden Globes verðlaunin
- 1993: Tilnefndur fyrir bestan leik í drama seríu fyrir Reasonable Doubts.
- 1992: Tilnefndur fyrir bestan leik í míni-seríu eða sjónvarpsmynd fyrir After the Promise.
- 1987: Tilnefndur fyrir bestan leik í míni-seríu eða sjónvarpsmynd fyrir The Deliberate Stranger.
National Football Foundation
- 1973: Verðlaun fyrir bestu fjölhæfnina.
People´s Choice verðlaunin
Tilvísanir
breyta- ↑ Verðlaun og tilnefningar Mark Harmon á IMDB síðunni
- ↑ 2,0 2,1 „Florida Citrus Sports Foundation Endows NFF Scholar-Athlete Award“. National Football Foundation. 12. nóvember 2003. Afrit af upprunalegu geymt þann 10. janúar 2009. Sótt 23. apríl 2011.
- ↑ „Mark Harmon Biography“. Afrit af upprunalegu geymt þann 19. október 2002. Sótt 23. apríl 2011.
- ↑ „Mark Harmon: Biography“. TV Guide. Sótt 23. apríl 2011.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Mark Harmon“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 23. apríl 2011.
- Mark Harmon á IMDb
Tenglar
breyta- Mark Harmon á IMDb
- http://www.cbs.com/primetime/ncis/cast/mark-harmon/ Mark Harmon á heimasíðu NCIS á CBS heimasíðunni