NCIS: Los Angeles
NCIS: Los Angeles (Naval Criminal Investigative Service: Los Angeles) er bandarískur sjónvarpsþáttur sem fjallar um leynilega rannsóknardeild innan bandaríska sjóhersins. Höfundurinn að þættinum er Shane Brennan.
NCIS: Los Angeles | |
---|---|
Einnig þekkt sem | NCIS: OSP NCIS: Undercover NCIS: Legend NCIS: LA |
Tegund | Lögreglurannsóknir, Drama, Bandaríski sjóherinn |
Þróun | Shane Brennan |
Leikarar | Chris O´Donnell LL Cool J Daniela Ruah Eric Christian Olsen Linda Hunt Peter Cambor Adam Jamal Craig Barrett Foa Renée Felice Smith Rocky Carroll |
Upprunaland | Bandaríkin |
Frummál | Enska |
Fjöldi þáttaraða | 14 |
Fjöldi þátta | 323 |
Framleiðsla | |
Staðsetning | Los Angeles |
Lengd þáttar | 42-44 mín |
Útsending | |
Upprunaleg sjónvarpsstöð | CBS |
Myndframsetning | 480i (SDTV) 1081i (HDTV) |
Sýnt | 22. september 2009- – |
Tenglar | |
Vefsíða | |
IMDb tengill |
Fyrstu þættirnir voru sýndir 28. apríl og 5. maí 2009 í tveggja parta söguþráði í NCIS.
Til þessa hafa fjórar þáttaraðir verið sýndar og var fimmta þáttaröðin frumsýnd 24. september 2013.
Framleiðsla
breytaFramleiðendur
breytaÞátturinn er framleiddur af Shane Brennan Productions í samvinnu við CBS Television Studios (2009–til dags).
Tökustaðir
breytaNCIS: Los Angeles er aðallega tekinn upp í Los Angeles, Bandaríkjunum.
Söguþráður
breytaNCIS: Los Angeles fylgir eftir liði alríkisfulltrúa innan leynilegrar rannsóknardeildar bandaríska sjóhersins sem staðsett er í Los Angeles. Deildin sérhæfir sig í leyniaðgerðum þar sem fulltrúar hennar eru sérhæfðir í leyniverkefnum. NCIS liðið er stýrt af G. Callen (Chris O´Donnell). Lið Callens inniheldur Sam Hanna (LL Cool J), Kensi Blye (Daniela Ruah) og LAPD lögreglumanninn Marty Deeks (Eric Christian Olsen) sem kom í staðinn fyrir Dominic Vail (Adam Jamal Craig) sem var drepinn í enda fyrstu þáttaraðarinnar. Aðstoðarmenn liðsins eru tækni-og tölvusérfræðingarnir Eric Beale (Barrett Foa) og Nell Jones (Renée Felice Smith). Yfirmaður deildarinnar er Henrietta Hetty Lange (Linda Hunt).
Söguþráðs skipti
breytaNCIS: Los Angeles var gerður út frá tveimur þáttum í sjöttu þáttaröð af NCIS titlaðir Legend (Part 1) og Legend (Part 2) sem voru frumsýndir 28. apríl og 5. maí 2009. Í þeim þáttum voru Callen, Sam, Kensi og Eric kynnt til sögunnar.
CBS tilkynnti þann 18. ágúst 2011 að söguþráðsskipti yrðu á milli NCIS: Los Angeles og Hawaii Five-0 þar sem Daniela Ruah myndi koma fram sem gestaleikari[1]. Þann 11. janúar, 2012, tilkynnti CBS að söguþráðsskitpi yrðu á milli NCIS: Los Angeles og Hawaii Five-0 þar sem Daniel Dae Kim og Scott Caan myndu koma fram í þætti í maí, á meðan Chris O´Donnell og LL Cool J myndu koma fram í þætti af Hawaii Five-0.[2]
Persónur
breytaLeikari | Persóna | Starf | Sería | ||||
---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | |||
Chris O'Donnell | G. Callen | Sérstakur Alríkisfullrúi og yfirmaður liðsins | Aðal | ||||
LL Cool J | Sam Hanna | Sérstakur Alríkisfulltrúi og aðstoðaryfirmaður liðsins | Aðal | ||||
Daniela Ruah | Kensi Blye | Sérstakur Alríkisfulltrúi | Aðal | ||||
Eric Christian Olsen | Marty Deeks | NCIS-LAPD tengiliður | Auka | Aðal | |||
Barrett Foa | Eric Beale | Tækni-og tölvusérfræðingur | Aðal | ||||
Renée Felice Smith | Nell Jones | Tækni-og tölvusérfræðingur | Aðal | ||||
Linda Hunt | Henrietta "Hetty" Lange | Yfirmaður Los Angeles deildarinnar | Aðal | ||||
Peter Cambor | Nate Getz | Sálfræðingur | Aðal | Auka | |||
Adam Jamal Craig | Dominic Vail | Sérstakur Alríkisfulltrúi | Aðal |
Aðalpersónur
breyta- NCIS alríkisfulltrúi: G.Callen er sérhæfður í leyniaðgerðum og vann með Leroy Jethro Gibbs. Talar sex tungumál: spænsku, pólsku, rússnesku, þýsku (með austurrískum hreim), ítölsku (með norður hreim) og frönsku. Segist einnig tala tékknesku og rómönsku. Callen átti erfiða æsku en hann aldist upp á 37 fósturheimilum frá fimm ára aldri[3]. Skráði sig í sjóherinn þegar hann náði 18 ára aldri til að forðast klíkuskap[4]. Callen hefur unnið fyrir bandarísku leyniþjónustuna (CIA) og bandarísku lyfjaeftirlitsþjónustuna (DEA).
- NCIS alríkisfulltrúi: Sam Hanna er fyrrverandi meðlimur í sérsveit bandaríska sjóhersins (Navy Seal) og er vinur G. Callen. Talar og skrifar arabísku, ásamt því að hafa mikla þekkingu á Kóraninum. Sam lifir enn eftir reglum sérsveitarinnar og hefur sterkan persónuleika, en hann hefur alltaf viljað vera Navy Seal síðan hann var barn, þó að hann kynnti ekki að synda áður en hann skráði sig í sjóherinn. Í þættinum Breach þá kemur fram að Hanna hafði komið með súdanískan dreng Mowahd Dusa til bandaríkjanna eftir að hafa drepið föður hans. Í endaBetrayal kemur fram að Hanna er giftur og á tvö börn, þar á meðal dóttur. Í Rude Awakenings kemur fram að eiginkona Sams er fyrrverandi starsmaður Bandarísku leyniþjónustunnar CIA en þau kynntust þegar þau unnu að sameiginlegri leyniaðgerð.
- NCIS alríkisfulltrúi: Kensi Blye kemur úr sjóhersfjölskyldu, ásamt því að tala portúgölsku og spænsku. Getur lesið varalestur og þekkir vel morsmerkjakerfið. Faðir hennar var drepinn þegar hún var 15 ára og eftir andlát hans lifði hún á götunni í eitt ár. Í þáttunum Blye, K. og Blye, K. Part 2 uppgvötast að faðir hennar er fyrrverandi sérsveitarmaður og að Kensi hafði ekki talað við móður sína í 15 ár.
- NCIS /LAPD tengiliður : Marty Deeks er LAPD lögreglumaður og var gerður að NCIS tenglið í þættinum Hand-to-Hand af Hetty. Deeks ólst upp við ofbeldisfullan föður sem hann skaut þegar hann var 11 ára.
- Tækni-og tölvusérfræðingur: Eric Beale er sérhæfður í tölvuhakkari og hefur meðal annars tekið netið alveg niður í nokkrar mínútur í þættinum Enemy Within. Mikill áhugamaður um brimbretti og samskiptasíður netsins.
- Tækni-og tölvusérfræðingur: Nell Jones er sérfræðingur um Suður-Ameríku og talar spænsku. Í þættinum Special Delivery kemur fram að hún er með ADD og er stjórnsöm gagnvart mönnum sem henni líkar við (t.a.m. Eric).
- Yfirmaður NCIS: Los Angeles: Henrietta Hetty Lange er með mastersgáðu í fínum listum við háskólann í Sorbonne. Talar tíu tungumál: rússnesku, þýsku, mandarín, spænsku, tékknesku, rúmensku, hebresku, arabísku, ungversku og pashto. Lange er sérhæfð í Hapkido, Wushu og Eskrima. Átti feril í kvikmyndum og búningagerð fyrir leikhús. Lange er mikill aðdáandi Lady Gaga og uppáhaldsdrykkur hennar er te.
Aukapersónur
breyta- Yfirmaður NCIS: Leon Vance (Rocky Carroll) er yfirmaður NCIS.
- Aðstoðaryfirmaður NCIS: Owen Granger (Miguel Ferrer) er hinn nýji aðstoðaryfirmaður NCIS.
- Réttartæknisérfræðingur: Abigail Abby Sciuto (Pauley Perrette) er réttartæknisérfræðingur sem vinnur hjá NCIS. Abby er mikið fyrir gotneskan stíl og er uppáhald Gibbs.
- NCIS sálfræðingur: Nate Getz (Peter Cambor) er sálfræðingur sem vinnur með liðinu er bæði með masters-og doktorsgráðu í sálfræði.
Fyrrverandi persónur
breyta- NCIS alríkisfulltrúi og fyrrverandi yfirmaður NCIS: Los Angeles: Lauren Hunter (Claire Forlani) var sett sem yfirmaður NCIS: LA af Hetty í lok seríu 2 þegar hún yfirgaf NCIS. Hunter er tungumálasérfræðingur og talar fimm tungumál að minnsta kosti: pólsku, þýsku, ítölsku, rússnesku og frönsku. Hunter var drepin af Chameleon í þættinum Sans Voir (Part I).
- NCIS alríkisfulltrúi : Dominic Vail (Adam Jamal Craig) var nýliði hjá liðinu og var félagi Kensi. Fluttist til LA eftir nám við MIT en hann hafði verið ráðinn af NCIS eftir útskrift. Dom var rænt í þættinum Past Lives og er síðan bjargað í Found en er skotinn til bana þegar hann bjargar Sam frá skotárás.
- Fyrrverandi yfirmaður NCIS: Los Angeles: Lara Macy (Louise Lombard) var yfirmaður NCIS: LA á undan Hetty en fluttist til Frakkland til að stjórna NCIS deildinni þar. Fyrrverandi herlögregla og var sú sem rannsakaði Gibbs í tengslum við morðið á Pedro Hernandez. Sambandið á milli hennar og Gibbs var stirrt, þangað til Nate Getz lætur Gibbs vita að Macy verndaði hann fyrir átján árum með því að hylma yfir sönnunargögnunum. Þar sem Hernandez drap eiginkonu og dóttur Gibbs, þá taldi Macy að aðgerð hans gegn Hernandez hafi verið réttmæt. Macy var drepin í þættinum Patriot Down sem hefndaraðgerð gegn Gibbs fyrir morðið á Hernandez.
Þáttaraðir
breytaInngangs þættir
breytaNCIS: Los Angeles og persónur hans voru kynntar í sjöttu þáttaröðinni af NCIS í þáttunum "Legend (Part 1)" og "Legend (Part 2)". Persónan Lara Macy kemur ekki fram í seríunni þar sem hún var ráðin til Marseille, sem yfirmaður NCIS deildarinnar þar.
- Titill= Legend (Part 1)
- Höfundur= Shane Brennan
- Leikstjóri= Tony Wharmby
- Dagur= 28. apríl 2009
- Þáttur nr= 22
- Framl. nr.= 135
NCIS liðið rannsakar morð á sjóliða,Gibbs og McGee fara til Los Angeles til að vinna með NCIS: Los Angeles deildinni. Svo virðist sem dauði sjóliðans tengist vopnasala að nafni Liam. NCIS fulltrúinn G. Callen (Chris O´Donnell) tekur að sér að leika Liam í leit sinni að morðingjanum.
Á samatíma í Washington þá reynir Tony með aðstoð Abby að finna út hver kærasti Zivu er. Eftir að hafa horft á upptöku af Zivu við störf í Marokkó, þá uppgvöta Tony og Abby að kærasti Zivu er Mossad fulltrúinn Michael Rivkin.
- Titill= Legend (Part 2)
- Höfundur= Shane Brennan
- Leikstjóri= James Whitmore, Jr.
- Dagur= 5. maí 2009
- Þáttur nr= 23
- Framl. nr.= 136
Þegar Ziva ber kennsl á Rivkin sem fulltrúa Mossad við störf í Bandaríkjunum, þá byrjar Tony að spyrja sjálfan sig um tryggð hennar við NCIS. Á samatíma í Los Angeles þá reynir Callen og Gibbs að koma í veg fyrir að hryðjuverkahópur komist yfir vopn til að gera árás á Los Angeles. Sálfræðingurinn Nate Getz (Peter Cambor) kemst að sannleikanum um Gibbs og NCIS fulltrúann Lara Macy (Louise Lombard). Þátturinn endar á því að Callen er skotinn mörgum sinnum í brjóstið og ekki er vitað með ástand hans.
Fyrsta þáttaröð
breytaÖnnur þáttaröð
breytaÞriðja þáttaröð
breytaFjórða þáttaröð
breytaSjá einnig
breytaDVD útgáfa
breytaFyrstu fjórar seríunnar af NCIS: Los Angeles hafa verið gefnar út á svæðum 1, 2 og 4.
Í fyrstu seríunni á svæðum 1, 2 og 4 má finna fyrstu þættina í sjöttu seríu af NCIS.
DVD nafn | Svæði 1 | Svæði 2 | Svæði 4 |
---|---|---|---|
Sería 1 | 31. ágúst, 2010 | 02. ágúst, 2010 | 19. ágúst, 2010 |
Sería 2 | 23. ágúst, 2011 | 22. ágúst, 2011 | 01. september, 2011 |
Sería 3 | 21. ágúst 2012 | 27. ágúst 2012 | 01. ágúst 2012 |
Sería 4 | 20. ágúst 2013 | 19. ágúst 2013 | 14. ágúst 2013 |
Verðlaun og tilnefningar
breytaASCAP Film and Television Music verðlaunin
- 2013: Verðlaun sem besta sjónvarpsserían - Jay Ferguson.
California on Location verðlaunin
- 2012: Tilnefndur sem besta tökustaðslið ársins í sjónvarpi - Tony salome og CBS sjónvarpstúdíóið.
- 2012: Tilnefndur fyrir besta tökustað í sjónvarpi - Tony Salome, Jason Savage, Dorion Thomas, Roger Fath, Arthur Edmonds III, CBS sjónvarpsstúdíóið.
- 2010: Verðlaun fyrir besta tökustað í sjónvarpi fyrir fyrstu þáttaröðina - Tony salome, Peter Sands, Dorion Thomas, J.J. levine, Roger Fath og Ronald Antwine.
Emmy verðlaunin
- 2012: Tilnefndur fyrir bestu áhættusviðsetningu fyrir þáttinn Blye K. - Troy Brown.
Golden Globes, Potrúgal
- 2010: Verðlaun sem nýstjarna (revelation) – Daniela Ruah.
Image verðlaunin
- 2014: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu - LL Cool J.
- 2013: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu - LL Cool J.
- 2012: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu - LL Cool J.
- 2011: Verðlaun sem besti leikari í dramaseríu – LL Cool J.
- 2010: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu – LL Cool J.
People´s Choice verðlaunin
- 2010: Tilnefndur sem besti nýji dramaþáttur í sjónvarpi.
Teen Choice verðlaunin
- 2013: Verðlaun sem besti leikari í spennuþætti - LL Cool J.
- 2013: Verðlaun sem besti spennuþátturinn.
- 2012: Verðlaun sem besta leikkona í spennuþætti - Linda Hunt.
- 2012: Tilnendur sem besti leikari í spennuþætti - LL Cool J.
- 2011: Verðlaun sem besta leikkona í spennuþætti – Linda Hunt.
- 2011: Verðlaun sem besti spennuþátturinn.
- 2011: Tilnefndur sem besti leikari í spennuþætti – LL Cool J.
- 2010: Verðlaun sem besti spennuþátturinn.
- 2010: Tilnefndur sem besti leikari í spennuþætti – LL Cool J.
- 2010: Tilnefnd sem besta leikkona í spennuþætti – Daniela Ruah
Tilvísanir
breyta- ↑ Bryant, Adam (18. ágúst 2011). „Aloha, Kensi! CBS Plans NCIS: Los Angeles-Hawaii Five-0 Crossover“. TV Guide. Afrit af upprunalegu geymt þann júní 17, 2012. Sótt 19. ágúst 2011.
- ↑ Webb Mitovich, Matt (11. janúar 2012). „NCIS: LA and Hawaii Five-0 Cross Over for Two-Night, 'High Octane' May Sweeps Event“. TVLine. Afrit af upprunalegu geymt þann júlí 1, 2012. Sótt 12. janúar 2012.
- ↑ Persónan G.Callen á wikiasíðunni
- ↑ Persónan G.Callen á wikiasíðunni
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „NCIS: Los Angeles (TV series)“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 5. okóber 2011.
- NCIS: Los Angeles á Internet Movie Database
- http://www.cbs.com/shows/ncis_los_angeles/ NCIS: Los Angeles heimasíðan á CBS sjónvarpsstöðinni
- http://ncisla.wikia.com/wiki/NCIS:_Los_Angeles_Database NCIS: Los Angeles Database á wikiasíðunni
Tenglar
breyta- NCIS: Los Angeles á Internet Movie Database
- http://www.tv.com/shows/ncis-los-angeles/ Geymt 4 október 2011 í Wayback Machine NCIS: Los Angeles á Tv.com heimasíðunni
- http://www.cbs.com/shows/ncis_los_angeles/ NCIS: Los Angeles heimasíðan á CBS sjónvarpsstöðinni
- http://ncisla.wikia.com/wiki/NCIS:_Los_Angeles_Database NCIS: Los Angeles Database á wikiasíðunni