Eric Christian Olsen
Eric Christian Olsen (fæddur 31. maí 1977) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í NCIS: Los Angeles, Not Another Teen Movie og Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd .
Eric Christian Olsen | |
---|---|
Upplýsingar | |
Fæddur | Eric Christian Olsen 31. maí 1977 |
Ár virkur | 1997 - |
Helstu hlutverk | |
Marty Deeks í NCIS: Los Angeles Austin í Not Another Teen Movie Lloyd í Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd |
Einkalíf
breytaOlsen fæddist í Eugene í Oregon en ólst upp í Bettendorf í Iowa. Olsen fékk áhuga á leiklist í grunnskóla og kom fram í leikritum og söngleikjum í menntaskóla. Olsen lærði hjá ComedySportz Quad Cities og varð síðan meir einn af meðlimum hópsins.[1]
Ferill
breytaSjónvarp
breytaFyrsta hlutverk Olsen var í sjónvarpsauglýsingu fyrir Whitey ísfyrirtækið. Árið 1997 þá kom Olsen fram í sjónvarpsþættinum Beyond Belief: Fact or Fiction sem var fyrsta hlutverk hans í sjónvarpi. Síðan þá hefur hann komið fram í þáttum á borð við: ER, Smallville, 24, Tru Calling og Brothers & Sisters. Árið 1999 þá var honum boðið hlutverk í Get Real sem Cameron Green sem hann lék til ársins 2002. Lék hann síðan gestahlutverk í Community og Hero Factory. Hefur hann síðan 2010 leikið eitt af aðalhlutverkunum í NCIS: Los Angels sem LAPD lögreglumaðurinn Marty Deeks.
Kvikmyndir
breytaFyrsta kvikmyndahlutverk Olsen var árið 2001 í Mean People Suck. Kom hann síðan fram í kvikmyndum á borð við Pearl Harbor, Not Another Teen Movie og Local Boys. Árið 2003 þá var honum boðið eitt af aðalhlutverkunum í Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd sem Lloyd Christmas. Síðan þá hefur hann komið fram í kvikmyndum á borð við: Beerfest, License to Wed, Eagle Eye, The Back-up Plan og The Thing.
Kvikmyndir og sjónvarp
breytaKvikmyndir | |||
---|---|---|---|
Ár | Kvikmynd | Hlutverk | Athugasemd |
2001 | Mean People Suck | Nick | |
2001 | Not Another Teen Movie | Austin | |
2002 | Local Boys | Randy Dobson | |
2002 | The Hot Chick | Jake | |
2003 | Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd | Lloyd Christmas | |
2004 | Cellular | Chad | |
2004 | Mojave | Josh | |
2006 | Beerfest | Gunter | |
2006 | The Last Kiss | Kenny | |
2007 | License to Wed | Carlisle | |
2007 | The Comebacks | Erlendur skiptinemi | |
2008 | Sunshine Cleaning | Randy | |
2008 | Eagle Eye | Craig | |
2009 | Fired Up! | Nick Brady | |
2009 | The Six Wives of Henry Lefay | Lloyd | |
2010 | The Back-up Plan | Clive | |
2011 | The Thing | Adam Goodman | |
2011 | Celeste and Jesse Forever | Tucker | Í eftirvinnslu |
Sjónvarp | |||
Ár | Titill | Hlutverk | Athugasemd |
1997 | Beyond Belief: Fact or Fiction | ónefnt hlutverk | 2 þættir |
1998 | Black Cat Run | Bensínstöðva starfsmaður | Sjónvarpsmynd |
1999 | Arthur´s Quest | Artie King Arthur |
Sjónvarpsmynd |
1999 | Turks | Kevin Williams | Þáttur: Friends & Strangers |
1999 | ER | Travis Mitchell | Þáttur: Responsible Parties |
2000 | Lessons Learned | ónefnt hlutverk | Sjónvarpsmynd |
2001 | Ruling Class | Bill Olszewski | Sjónvarpsmynd |
2001 | Smallville | Ungur Harry Bollston | Þáttur: Hourglass |
2002 | 24 | John Mason | Þáttur: Day 2: 2:00 p.m.-3:00 p.m. |
1999-2002 | Get Real | Cameron Green | 22 þættir |
2005 | Tru Calling | Jensen Ritchie | 5 þættir |
2007 | The Hill | Matt O´Brien | Sjónvarpsmynd |
2007 | Write & Wrong | Jason ´Krueger´ Langdon | Sjónvarpsmynd |
2006-2007 | The Loop | Sully Sullivan | 17 þættir |
2008-2009 | Brothers & Sisters | Kyle DeWitt | 6 þættir |
2009-2010 | Community | Vaughn | 4 þættir |
2010 | Kick Buttowski: Suburban Daredevil | Wade | 6 þættir |
2010 | Neighbors from Hell | Wayne | Þáttur: Gay Vampire Mexican |
2010-2011 | Hero Factory | William Furno | 5 þættir |
2010-2023 | NCIS: Los Angeles | Marty Deeks | 33 þættir |
Verðlaun og tilnefningar
breytaRazzie-verðlaunin
- 2004: Tilnefndur sem versta parið fyrir Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd með Derek Richardson.
Teen Choice-verðlaunin
- 2003: Tilnefndur fyrir kvikmyndaneista fyrir Dumb and Dumberer: When Harry Met Lloyd með Derek Richardson.
Young Artist-verðlaunin
- 2000: Tilnefndur fyrir besta unga leikaraliðið fyrir Get Real.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Eric Christian Olsen aðdáendasíða“. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. október 2011. Sótt 17. október 2011.
Heimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Eric Christian Olsen“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 17. október 2011.
- Eric Christian Olsen á IMDb
- http://ericchristianolsen.net/eric.php Geymt 26 október 2011 í Wayback Machine Eric Christian Olsen aðdáendasíða
Tenglar
breyta- Eric Christian Olsen á IMDb
- http://www.cbs.com/shows/ncis_los_angeles/cast/48794/?pg=1 Eric Christan Olsen á NCIS: Los Angeles heimasíðunni á CBS sjónvarpsstöðinni
- http://ericchristianolsen.net/eric.php Geymt 26 október 2011 í Wayback Machine Eric Christian Olsen aðdáendasíða