NCIS: Los Angeles (3. þáttaröð)

Þriðja þáttaröðin af NCIS: Los Angeles var frumsýnd 20. september 2011 og sýndir voru 24 þættir.

Aðalleikarar

breyta

Aukaleikarar

breyta

Þættir

breyta
Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Lange, H. Shane Brennan Tony Wharmby 20.09.2011 1 - 49
NCIS liðið ferðast til Rómaníu í leit sinni að Hetty. Frekari rannsókn leiðir Callen að gömlu fjölskyldu leyndarmáli.
Cyber Threat R. Scott Gemmill Dennis Smith 27.09.2011 2 - 50
NCIS liðið aðstoðar NSA í leit sinni að Dennis Calder, framkvæmdastjóra hugbúnaðarfyrirtækis sem er tengdur tölvuárásum á varnamálaráðuneytið.
Backstopped Dave Kalstein og Shane Brennan Terrence O´Hara 04.10.2011 3 - 51
Hunter víxlar NCIS liðinu við rannsókn á sjóliða sem deyr í sprengingu.
Deadline Gil Grant Kate Woods 11.10.2011 4 - 52
NCIS liðið rannsakar morð á blaðamanni sem var vinna að frétt um Líbýsku byltinguna.
Sacrifice Joseph C. Wilson John P. Kousakis 18.10.2011 5 - 53
Lögreglan biður um aðstoða NCIS liðsins eftir áhlaup á Mexíkanskan eitulyfjahring sem hefur tengsl við hryðjuverkamenn.
Lone Wolf Christina M. Kim James Whitmore, Jr. 25.10.2011 6 – 54
NCIS liðið rannsakar morð á fyrrverandi sjóliðsforingja sem vinnur nú að friðarverkefnum.
Honor Jordana Lewis Jaffe og R. Scott Gemmill Tony Wharmby 01.11.2011 7 - 55
Sjóliðinn Connor var rekinn úr hernum eftir að hafa verið sakaður um nauðgun á japanskri konu. Svo virðist sem Connor hafi drepið japanskan túrista og reynir NCIS að komast að sannleikanum.
Greed Frank Military Jan Eliasberg 08.11.2011 8 – 56
NCIS liðið rannsakar smyglhring eftir skotárás við Mexíkönsku landamærin.
Betrayal Frank Military Karen Gaviola 15.11.2011 9 - 57
Leyniaðgerð Sams í Súdan endar illa og reynir NCIS liðið að komast að sannleikanum.
The Debt Dave Kalstein Steven DePaul 22.11.2011 10 - 58
Deeks skýtur óvopnaðan mann í sameiginlegri aðgerð NCIS/LAPD sem endar með því að hann er rekinn sem tengiliður NCIS.
Higher Power Joe Sachs Kevin Bray 13.12.2011 11 - 59
NCIS liðið rannsakar þjófnað á rafsegulbúnaði sem gæti eyðilagt hálfa borgina.
The Wathcers R. Scott Gemmill Tony Wharmby 03.01.2012 12 - 60
NCIS liðið rannsakar dauða rannsóknarmanns hjá varnamálaráðuneytinu.
Exit Strategy Gregory Weidman Dennis Smith 10.01.2012 13 - 61
NCIS liðið rannsakar árás á vitnavernd Jada Khaled sem Sam vann með í Súdan.
Partners Gil Grant og Dave Kalstein Eric Laneuville 07.02.2012 14 - 62
NCIS liðið rannsakar rán á pakka sem var undir vernd utanríkisráðuneytisins. Á samatíma eiga Sam og Callen fimm ára afmæli sem starfsfélagar.
Crimeleon Frank Military Terrence O´Hara 14.02.2012 15 – 63
NCIS liðið rannsakar morð á tveimur viðskiptamönnum og morðingja þeirra að nafni "Chameleon".
Blye, K. Joseph C. Wilson Jonathan Frakes 21.02.2012 16 - 64
Kensi er sett í gæsluvarðhald af Owen Granger aðstoðaryfirmanni NCIS vegna tengsla hennar við morðið á liðsfélaga föður hennar úr sjóhernum.
Blye, K., Part 2 Dave Kalstein Terrence O´Hara 28.02.2012 17 - 65
Kensi særis í skotárás og heldur áfram leit sinni að morðingja föður síns.
The Dragon and the Fairy Joe Sachs Tony Wharmby 20.03.2012 18 - 66
NCIS liðið rannsakar skotárás fyrir utan Víetnömsku ræðismannaskrifstofuna.
Venegeance Frank Military James Whitmore, Jr. 27.03.2012 19 – 67
NCIS liðið rannsakar dauða sjóliðsforingja en rannsóknin leðir þau að Navy Seal liði sem er að leggja af stað í hættulega björgunaraðgerð.
Patriot Acts Jordana Lewis Jaffe Dennis Smith 10.04.2012 20 - 68
Þegar fyrrverandi sjóliði er sakaður um að búa til efnasprengju þá reynir NCIS liðið með aðstoð Nate Getz að komast að sannleikanum.
Touch of Death Michele Fazekas, Tara Butters og R. Scott Gemmill Tony Wharmby 01.05.2012 21 - 69
Seinni hluti söguþráðs skiptis við Hawaii Five-0 þar sem NCIS liðið með aðstoð Danny Williams og Chi Ho Kelly reyna að finna restina af bólusóttvírusnum og lækninn sem bjó hann til.
Neighborhood Watch Christina M. Kim Robert Florio 08.05.2012 22 - 70
Deeks og Kensi leika hjón í leit sinni að rússneskum svikara í lokuðu fjölskylduhverfi.
Sans Voir (Part I) Gil Grant John P. Kousakis 15.05.2012 23 - 71
"Chameleon" morðinginn ýtir Callen og restinni af NCIS liðinu út á ystu nöf í hættulegum leik sem endar með morðunum á Mike Renko og Lauren Hunter.
Sans Voir (Part II) Shane Brennan Terrence O´Hara 15.05.2012 24 - 72
Leikurinn á milli "Chameleon" og NCIS liðsins eykst þegar hann segist hafa NSA fulltrúa sem hefur að geyma leynilegar upplýsingar um kjarnorkuprógram Írans.

Tilvísanir

breyta

Heimild

breyta