Claire Antonia Forlani(fædd 17. desember 1971) er ensk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í Mallrats og CSI: NY.

Clarie Forlani
Claire Forlani
Claire Forlani
Upplýsingar
FæddClaire Antonia Forlani
17. desember 1971 (1971-12-17) (52 ára)
Ár virk1992 -
Helstu hlutverk
Dr. Peyton Driscoll í CSI: NY
Brandi í Mallrats

Einkalíf

breyta

Forlani fæddist í Twickenham, London á Englandi og er af ítölskum og enskum uppruna. Þegar Forlani var ellefu ára hóf hún nám við Arts Educational skólann í London og þar lærði hún leiklist og dans.

Forlani giftist leikaranum Dougray Scott í júní 2007 og á með honum tvö stjúpbörn.

Ferill

breyta

Fyrsta hlutverk Forlanis var í sjónvarpsþættinum Press Gang sem Judy Wellman og kom hún fram í tveim þáttum.

Foreldrar Forlanis fluttust til San Francisco árið 1993, svo hún ætti meiri möguleika á hlutverkum í Hollywood kvikmyndum. Fyrsta hlutverk hennar í Bandaríkjunum var í sjónvarps míniseríunni J.F.K.: Reckless Youth og í kvikmyndinni Police Academy: Mission to Moscow. Forlani lék í Mallrats kvikmynd Kevin Smiths frá árinu 1995. Síðan lék hún dóttir Sean Connery í spennumyndinni The Rock. Árið 2006 var henni boðið gestahlutverk í sjónvarpsþættinum CSI: NY sem réttarlæknirinn Payton Driscoll. Hefur hún komið fram í kvikmyndum á borð við: Meet Joe Black, Hooligans, Flashbacks of a Fool og The Medallion.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1992 Gypsy Eyes Katarina
1994 Police Academy: Mission to Moscow Katrina
1995 Mallrats Brandi
1996 The Rock Jade Angelou
1996 Basquiat Gina Cardinale
1996 Garage Sale Julia
1997 The Last Time I Committed Suicide Joan
1998 Basil Julia Sherwin
1998 Into My Heart Nina
1998 Meet Joe Black Susan Parrish
1999 Mystery Men Monica
2000 Magicians Lydia
2000 Boys and Girls Jennifer Burrows
2001 Going Greek Sorority systir Senum eytt
2001 Antitrust Alice Poulson
2002 Triggermen Emma Cutler
2003 Northfork Mrs. Hadfield
2003 The Medallion Nicole James
2004 The Limit Monica Prince
2004 Bobby Jones: Stroke of Genius Mary Malone Jones
2005 Hooligans Shannon Dunham
2005 The Shadow Dancer Isabella Parish
2005 Ripley Under Ground Cynthia
2007 In the Name of the King: A Dungeon Siege Tale Solana
2007 Hallam Foe Verity
2008 Flashbacks of a Fool Eldri Ruth
2008 Beer for My Heroes Annie Streets
2009 Not Forgotten Katie
2009 Shannon´s Rainbow Christine
2011 No Ordinary Trifle Kate Templeton Kvikmyndatökum lokið
2011 Crossmaglen Kathy Monahan Í frumvinnslu
2011 Deauville Claire Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1991-1992 Press Gang Judy Wellman 2 þættir
1993 J.F.K.: Reckless Youth Ann Cannon Sjónvarpsmynd
2003 The Pentagon Papers Patricia Marx Sjónvarpsmynd
2004 Memron Vangela Clay Sjónvarpsmynd
2005 Untitled David Diamond/David Weissman Project Allison Sjónvarpsmynd
2006 Nightmares & Dreamscapes: From the Stories of Stephen King Doris Frehman Þáttur: Crouch End
2007 Carolina Moon Victoria ´Tory´Bodeen Sjónvarpsmynd
2009 Fales Witness Pippa Porter Sjónvarpsmynd
2006-2010 CSI: NY Dr. Peyton Driscoll 11 þættir
2011 Ice Jacquline ónefndir þættir
2011 Camelot Drottningin Igraine 10 þættir


Tilvísanir

breyta

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta