Morkinskinna
Morkinskinna er konungasaga, sem fjallar um sögu Noregskonunga frá því um 1025 til 1157. Sagan var samin á Íslandi um 1220, og er varðveitt í handriti frá því um 1275.
Handritið
breytaNafnið Morkinskinna var upphaflega notað um skinnhandritið sem sagan er varðveitt í, GKS 1009 fol., sem er í Konungsbókhlöðu í Kaupmannahöfn, nánar tiltekið í „Gammel Kongeling Samling“ (GKS). Þormóður Torfason fékk handritið hjá Brynjólfi Sveinssyni biskupi í Skálholti sumarið 1662, og fór með það til Kaupmannahafnar, þar sem það var afhent bókasafni konungs (Friðriks 3.). Þormóður gaf handritinu nafnið Morkinskinna, af því að í því (eða í bandinu) voru meiri rakaskemmdir en í öðrum handritum sem hann notaði. Síðar var farið að nota nafnið Morkinskinna um þá sérstöku gerð konungasagna sem í handritinu er.
Handritið er ekki heilt, nú eru í því 37 blöð en þau hafa líklega verið 53 í upphafi. Eyður í fyrri hluta sögunnar er hægt að fylla með efni úr öðrum handritum, einkum Flateyjarbók, sem hefur að geyma náskyldan texta. Nokkrar vísur vantar þar og nokkra þætti, og aðrir eru þar í breyttri mynd. Niðurlag sögunnar er glatað, en efnið hefur þar líklega verið hliðstætt Heimskringlu. Tvær rithendur eru á bókinni.
Sagan
breytaMorkinskinna fjallar um sama tímabil og þriðji hluti Heimskringlu. Sagan hefst um 1025 og endar í miðri setningu árið 1157, eftir dauða Sigurðar 2. Haraldssonar. Upphaflega hefur sagan verið lengri, og líklega náð til 1177, eins og Fagurskinna og Heimskringla, sem nota Morkinskinnu sem heimild. Í sögunni eru nú um 328 vísur, eða fleiri en í flestum öðrum fornritum, en eflaust hafa vísurnar verið fleiri þegar sagan var heil. Vísurnar eru flestar undir dróttkvæðum hætti, hrynhendum hætti og fornyrðislagi. Almennt eru frásagnir Morkinskinnu ítarlegri en í Heimskringlu, en mismunurinn virðist minnka undir lokin.
Ein helsta prýði Morkinskinnu eru hinir svokölluðu Íslendingaþættir, sem margir hverjir eru meðal meistaraverka íslenskra bókmennta, svo sem Auðunar þáttur vestfirska. Áður fyrr voru þættirnir taldir seinni tíma innskot, en Ármann Jakobsson hefur fært rök fyrir því að þeir gegni mikilvægu hutverki í sögunni og hafi því verið með frá upphafi. Þættirnir eru flestir í sögu Haralds harðráða. Íslendingaþættirnir hafa oft verið gefnir út sérstakir.
Í Morkinskinnu sameinast þrír straumar í einu riti: Hirðmenning sunnan úr álfu, norræn skáldskaparhefð dróttkvæðaskálda og áhrif frá eldri konungasögum.
Útgáfur og þýðingar
breyta- Carl Richard Unger (útg.): Morkinskinna, Christiania 1867.
- Finnur Jónsson (útg.): Morkinskinna. Kbh. 1928–1932. — Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur.
- Ármann Jakobsson og Þórður Ingi Guðjónsson (útg.): Morkinskinna I–II, Reykjavík, Hið íslenska fornritafélag 2011. — Með ítarlegum formála og skýringum. Íslensk fornrit 23 og 24.
- Ármann Jakobsson og Þórður Ingi Guðjónsson (útg.): Morkinskinna I–II, Reykjavík 2011. — Hátíðarútgáfa í tilefni af 100 ára afmæli endurreists konungsveldis í Noregi, 2005, með norskri þýðingu formála.
- Ljósprentun handrits
- Jón Helgason (útg.): Morkinskinna: MS. no. 1009 fol. in the Old Royal Collection of the Royal Library, Copenhagen, Levin & Munksgaard 1934. — Corpus Codicum Islandicorum Medii Aevi, 6.
- Þýðingar
- Enska: Theodore M. Andersson og Kari Ellen Gade (þýð.). Morkinskinna: The Earliest Icelandic Chronicle of the Norwegian Kings (1030-1157). Ithaca, Cornell University Press 2000. ISBN 0-8014-3694-X — Islandica 51.
- Nýnorska: Kåre Flokenes (þýð.): Morkinskinna. Norske kongesoger 1035–1157, Stavanger, Dreyer bok 2004. — Kom fyrst út 2001.
Heimildir
breyta- Ármann Jakobsson: „Den kluntede afskriver: Finnur Jónsson og Morkinskinna.“ Opuscula 11, Kbh. 2003: 289–306. — Bibliotheca Arnamagnæana, 42.
- Ármann Jakobsson: Staður í nýjum heimi. Konungasagan Morkinskinna. Reykjavík: Háskólaútgáfan, 2002.
- Ármann Jakobsson: „The Amplified Saga: Structural Disunity in Morkinskinna.“ Medium Ævum 70.1, 2001: 29–46.
- Ármann Jakobsson: „The Individual and the Ideal: The Representation of Royalty in Morkinskinna.“ Journal of English and Germanic Philology 99.1, 2000: 71–86.
- Ármann Jakobsson: „Rundt om kongen. En genvurdering af Morkinskinna.“ Maal og Minne 1999 (1): 71–90.
- Ármann Jakobsson: „King and Subject in Morkinskinna.“ Skandinavistik 28, 1998: 101–117.
- Gustav Indrebø: „Harald haardraade in Morkinskinna.“ Festskrift til Finnur Jónsson, Kbh: Levin & Munksgaard 1928: 173–180.
- Marianne Kalinke: „Sigurðar saga Jórsalafara: The Fictionalization of Fact in Morkinskinna.“ Scandinavian Studies 56.2, 1984: 152–167.
- Morcom, Thomas. "Inclusive Masculinity in Morkinskinna and the Defusal of Kingly Aggression". Masculinities in Old Norse Literature, edited by Gareth Lloyd Evans and Jessica Clare Hancock. Boydell and Brewer, 2020, pp. 127-146.
- Morcom, Thomas. ‘None so Blind as those that will not See: Blindness, Wisdom, and Incomprehension in Morkinskinna’, in Anna Katharina Heiniger, Rebecca Merkelbach, Alexander Wilson, eds., Þáttasyrpa – Studien zu Literatur, Kultur und Sprache in Nordeuropa. (Beiträge zur nordischen Philologie, Bd. 71, 2022), 209-218.
- Odd Sandaaker: „Ágrip og Morkinskinna. Teksthistoriske randnotar.“ Maal og Minne 1996: 31–56.
- Sigurjón Páll Ísaksson: „Höfundur Morkinskinnu og Fagurskinnu.“ Gripla 23, 2012: 235–285.
Tenglar
breyta- Finnur Jónsson. (útg.): Morkinskinna. Kbh. 1928–1932. — Samfund til udgivelse af gammel nordisk litteratur.
- Listi yfir vísurnar í Morkinskinnu Geymt 1 september 2007 í Wayback Machine — Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages.
- Málshættir í Morkinskinnu
- Morkinskinna – Fréttatilkynning 2011 Geymt 25 mars 2016 í Wayback Machine