Auðunar þáttur vestfirska
Auðunar þáttur vestfirska segir frá ferðum Auðunar vestfirska til Grænlands þar sem hann kaupir bjarndýr. Þetta dýr flytur hann alla leið til Danmerkur og gefur konungi þar, Sveini Ástríðarsyni. Áður hafði Haraldur konungur í Noregi reynt að fá björninn án árangurs.
Síðan er sagt frá för hans til Rómar þar sem hann tók taugaveiki og missti allt hár. Að lokum hélt hann til baka til Íslands og frá honum er kominn Þorsteinn Gyðuson sem kemur við Sturlunga sögu en drukknaði við Flatey.
Þátturinn hefur varðveist í þremur miðaldahandritum: Flateyjarbók, Morkinskinnu og Huldu (AM 66 fol.).