Marx-bræður: Chico, Harpo, Groucho og Zeppo (1931).

Marx-bræður; Chico, Harpo, Groucho, Gummo og Zeppo, voru hópur skemmtikrafta sem allir voru bræður og komu saman fram í revíum, leikhúsum, kvikmyndum og sjónvarpi frá 1912 fram á 6. áratuginn. Þeir komu upphaflega fram og þróuðu sviðspersónur sínar í óperuhúsinu í Nacogdoches í Texas og á 3. áratugnum voru þeir orðnir vinsælasta gamanatriðið í leikhúsum Bandaríkjanna. Um 1930 hófu þeir gerð gamanmynda sem byggðu á sviðsatriðum þeirra fyrir Paramount. 1933 fóru þeir frá Paramount og skömmu síðar hófu þeir samstarf við Metro-Goldwyn-Mayer. Skömmu fyrir útgáfu myndarinnar The Big Store 1941 tilkynntu þeir að þeir væru hættir. Þeir gerðu þó tvær myndir saman síðar 1946 og 1949 fyrir United Artists.

TenglarBreyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.