Manilluskel (fræðiheiti: Ruditapes philippinarum) er samloka af freyjuskeljarætt.

Manilluskel
Skel úr Norðursjó
Skel úr Norðursjó
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Lindýr (Mollusca)
Flokkur: Samlokur (Bivalvia)
Ættbálkur: Veneroida
Ætt: Freyjuskeljarætt (Veneridae)
Ættkvísl: Ruditapes
Tegund:
R. phillippinarum

Tvínefni
Tapes decussata

Útlit

breyta

Skelin er sterkbyggð og eru útlínur hennar ferhyrndar. Skelin hefur fundist marglita en oftast er hún hvít með smá brúnum lit. Algeng stærð á skelinni er 25 – 57 mm. Manilluskel lifir best á sandbotni eða í drullu. Hún nærist með því að sía vatn í gegnum sograna. Skelin er grotæta og hefur hún tvo sograna, annar sem þrýstir vatninu út á meðan hinn sýgur vatnið inn. Einnig lifir skelin á svifþörungum.

Lifnaðarhættir

breyta

Skeljarnar grafa sig 15 – 20 cm djúpt ofan í sand og lifa þær þar. Æxlun fer fram utan skeljarinnar, oftast á sumrin en getur þó byrjað að vori til ef aðstæður eru góðar og hitastig hátt. Lirfan syndir í 10 – 15 daga en þá sest hún niður á 0,5 mm dýpi á sandbotni. Helstu óvinir þessara skelja eru ýmsir fjörukrabbar, krossfiskur og fuglar. Einn fjörukrabbi getur étið allt að 5 – 6 skeljar á dag.

Veiðar, ræktun og vinnsla

breyta

Mikil þróun hefur verið á vinnslu, framleiðslu og ræktun á skeljunum. Grunnurinn er að safna saman skeljum úr fjörum, þær eru svo látnar liggja í tanki í að minnsta kosti 42 klukkustundir. Þær eru svo settar í 0,5, 1 eða 2 kg poka og dreift þannig á markaði, ýmist til áfram vinnslu í niðursuðu eða ferskt á markað. Geymsluaðstæður skeljarinnar er 3 – 10°C og geta þær haldið bragði og ferskleika í allt að fimm daga. Skeljarnar eru svo ýmist eldaðar upp úr ediki eða annars konar bragðbætum. Í Mið-Evrópu er þekktasti rétturinn „ameixas a marineira“ þar eru skeljarnar látnar marinerast í einhvers konar pækil (saltvatni) og eldaðar upp úr sérstökum sósum, oft lauk eða hvítlauks og oft drukkið hvítvín með.

Aukning í framleiðslu

breyta

Vegna verðmæta sem fólgin er í manilluskel er búið að dreifa henni og rækta á ýmsum stöðum í heiminum. Ofveiði í evrópsku dúkaskelinni (l. ruditapes decussatus) leiddi til mikils innflutnings á manilluskel í evrópsk vötn. Fyrst var skelin ræktuð í Frakklandi árið 1972. Í dag er skelin ræktuð í Bandaríkjunum, Bretlandi, Portúgal, Írlandi, Spáni og Ítalíu. Unnið er að því að rækta skelina í fleirum löndum en þar má helst nefna í Noregi, Þýskalandi, Belgíu, Marokkó og Ísrael. Í kjölfar mikillar ræktun á manilluskel í Evrópu, þá sérstaklega Ítalíu, Frakklandi og Írlandi hefur framleiðsla á skelinni verið meiri og hefur verið mikil aukning, meiri en í evrópsku dúkaskel. Í dag er manilluskel með meiri markaðshlutdeild í skeljalöndun en evrópska dúkaskelin.

Síðan 1991 hefur manilluskel framleiðsla aukist gífurlega eða sexfaldast. Hún er nú ein af mest unnu tegundum í heiminum en unnin voru 2,36 milljón tonn árið 2002. Kína er langstærsti framleiðandinn en Kínverjar unnu 97,4% af heildarframleiðslunni árið 2002. Ítalir hafa aukið hlut sinn eftir að hafa verið kynntir fyrir manilluskel. Árið 2002 framleiddu Ítalir 41 þúsund tonn sem gerir þá næst stærsta framleiðanda í heiminum á manilluskel. Flestar skeljarnar eru seldar lifandi á ferskfisk mörkuðum á um 65 kr/kg. Í Kína eru þær oft djúpsteiktar eða settar í súpu.

Skeljarnar eru einnig frystar í vakúm pakkningum og útfluttar til Japan. Frakkar og Bretar hafa einnig flutt inn ferskar skeljar frá Kína. Ítalir flytja mikið af sínum skeljum til Spánar. Einnig flytja Írar megnið af sinni framleiðslu til Frakklands og Spánar. Framboð hefur aukist gífurlega á undanförnum árum en hér áður fyrr var verðið í Evrópu um 1200 kr/kg árið 1983 en lækkaði fljótt niður í 600 kr/kg árið 1990.