Samlokur (fræðiheiti: Bivalvia) eru flokkur lindýra sem telur um þrjátíu þúsund tegundir. Samlokur lifa aðeins í vatni eða hafi og eru yfirleitt umluktar tvískiptri skel. Sumar samlokur festa sig við steina eða þara með spunaþráðum en aðrar grafa sig niður í botninn. Ýmsar tegundir samloka eru mikið notaðar í matargerð, s.s. ostra, kræklingur og hörpudiskur.

Samlokur
"Acephala" úr Ernst Haeckel, Artforms of Nature, 1904
"Acephala" úr Ernst Haeckel, Artforms of Nature, 1904
Vísindaleg flokkun
Veldi: Heilkjörnungar (Eukaryota)
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Lindýr (Mollusca)
Flokkur: Bivalvia
Linnaeus, 1758
Ættbálkar

Undirflokkur: Protobranchia

Undirflokkur: Pteriomorphia
(d. ostra)

Undirflokkur: Paleoheterodonta

Undirflokkur: Heterodonta
(d. kaupmannsskel)

Undirflokkur: Anomalosdesmata

Sjá einnig um samlokur í matargerð.
Sjá einnig um skelfisk í matargerð.
  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.