1306
ár
(Endurbeint frá MCCCVI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1306 (MCCCVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Talið er líklegt að Haukur Erlendsson hafi byrjað ritun Hauksbókar Landnámu um þetta leyti og stóð hún til 1308.
- Alþingi sendi Hákoni konungi hálegg bréf þar sem því var hafnað að landsmenn greiddu skatt vegna stríðsrekstrar konungs, sögðu landið fátækt og ekki mætti leggja á það nýjar kvaðir. Ennfremur var minnt á kröfur um að sýslumenn og lögmenn væru íslenskir og skip skyldu koma til landsins á hverju ári með góðar vörur.
- Krossinn í Njarðvíkurskriðum fyrst settur upp. Á honum stendur: FFIGIEM CHRISTI QUI TRANSIS PRONUS HONORA ANNO MCCCVI.
- Harðæri og mannfellir í Fljótum og Skagafirði.
Fædd
Dáin
- Jón Einarsson gelgja, lögsögumaður og lögmaður, sem Jónsbók er kennd við.
Erlendis
breyta- 10. febrúar - Róbert Bruce drap helsta andstæðing sinn, John Comyn, fyrir framan háaltarið í Grámunkakirkjunni í Dumfries í Skotlandi.
- 25. mars - Róbert Bruce varð konungur Skotlands.
- Filippus 4. rak gyðinga frá Frakklandi og gerði eigur þeirra upptækar.
- Eiríkur menved Danakonungur réðist á virki Stígs marskálks á eyjunni Hjelm og brenndi þau.
- Bann lagt við hitun húsa með kolum í London á þeim tímum þegar þingið sat að störfum. Bannið var þó illa virt.
- Dómkirkjan í Stokkhólmi var vígð.
- Fyrsti loftbelgur heims er sagður hafa verið sendur upp í Kína. Hann var ómannaður.
Fædd
Dáin
- 10. febrúar - John Comyn hinn rauði, skoskur aðalsmaður.
- 21. mars - Róbert 2., hertogi af Búrgund (f. 1248).
- 4. ágúst - Venseslás 3., konungur Bæheims (f. 1289).