1356
ár
(Endurbeint frá MCCCLVI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1356 (MCCCLVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Árni Þórðarson, Jón skráveifa og Þorsteinn Eyjólfsson á Urðum sigldu til Noregs.
- Jón skalli Eiríksson Grænlandsbiskup fór til Avignon og fékk páfaveitingu fyrir biskupsstólnum á Hólum.
- Arngrímur Brandsson ábóti á Þingeyrum, sem skipaður hafði verið officialis meðan biskupslaust var á Hólum, var sviptur því embætti vegna ósættis við presta.
Fædd
Dáin
- Ormur Ásláksson Hólabiskup dó í Noregi.
Erlendis
breyta- 19. september - Hundrað ára stríðið: Englendingar undir forystu Játvarðar svarta prins unnu sigur á Frökkum í orrustunni við Poitiers og tóku Jóhann góða Frakkakonung höndum.
- 18. október - Borgin Basel í Sviss hrundi í jarðskjálfta.
- Hansasambandið var formlega stofnað.
- Stærstur hluti af kalksteinsklæðningunni á Píramídanum mikla í Gisa var fjarlægður og notaður til að byggja hallir og moskur í Kaíró.
- Eiríkur Magnússon Svíakonungur gerði uppreisn gegn föður sínum, Magnúsi smek.
Fædd
Dáin