1354
ár
(Endurbeint frá MCCCLIV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1354 (MCCCLIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Ívar hólmur Vigfússon varð hirðstjóri og tók Ísland á leigu með sköttum og skyldum til þriggja ára.
- 2. september - Þeir Ólafur Bjarnarson hirðstjóri og Guðmundur Snorrason tengdasonur hans drukknuðu á leið í pílagrímsferð, þegar skip þeirra fórst við strönd Þýskalands með allri áhöfn.
- Ormur Ásláksson biskup fór úr landi og setti Arngrím Brandsson ábóta á Þingeyrum til að gegna biskupsstörfum en prestar neituðu að hlýða Arngrími.
- Kristniréttur Árna biskups tók gildi í Hólastifti.
- Liklega eldgos í Grímsvötnum.
Fædd
Dáin
- 2. september - Ólafur Bjarnarson hirðstjóri.
- 2. september - Guðmundur Snorrason sýslumaður frá Skarði.
- Þorlákur Loftsson helgi, ábóti í Þykkvabæjarklaustri (f. 1314).
Erlendis
breyta- 12. febrúar - Stralsund-sáttmálinn festi landamærin milli hertogadæmanna Mecklenburg og Pommern.
- Tyrkir lögðu undir sig býsönsku borgirnar Kallipolis og Didymoteiko.
Fædd
- Konstansa af Kastilíu, eiginkona John af Gaunt, hertoga af Lancaster (d. 1394).
Dáin
- 19. október - Yusuf 1., soldánn af Granada.