Mecklenborg-Vorpommern

eitt af 16 sambandslöndum Þýskalands
(Endurbeint frá Mecklenburg)

Mecklenborg-Vorpommernþýsku: Mecklenburg-Vorpommern) er sjötta stærsta sambandsland Þýskalands með rúmlega 23 þúsund km². Það er hins vegar annað fámennasta sambandslandið með aðeins 1,6 milljón íbúa (2021). Aðeins Bremen er fámennara. Mecklenborg-Vorpommern er norðaustast í Þýskalandi og liggur að Eystrasalti. Að austan er Pólland (Vestur-Pommern). Að sunnan er sambandslandið Brandenborg, að suðvestan Neðra-Saxland og að vestan Slésvík-Holtsetaland. Höfuðborgin er Schwerin, en hún er aðeins önnur stærsta borgin á eftir Rostock. Í Mecklenborg-Vorpommern eru óhemju mörg vötn. Mecklenburgische Seenplatte er víðáttumesta vatnasvæði Þýskalands. Eyjan Rügen, sem tilheyrir sambandslandinu, er að sama skapi stærsta eyja Þýskalands.

Fáni Mecklenborg-Vorpommern Skjaldarmerki Mecklenborg-Vorpommern
Flagge von Bayern
Flagge von Bayern
Landeswappen Bayern
Upplýsingar
Höfuðstaður: Schwerin
Flatarmál: 23.180.14 km²
Mannfjöldi: 1,6 miljónir (2021)
Þéttleiki byggðar: 69/km²
Vefsíða: mecklenburg-vorpommern.de
Stjórnarfar
Forsætisráðherra: Manuela Schwesig (SPD)
Lega

Fáni og Skjaldarmerki

breyta
 
Schloss Schwerin
 
Mecklenburg & Pomerania

Fáninn samanstendur af fimm láréttum röndum. Hann er eiginlega skeyttur saman af fánum beggja héraðanna (Mecklenborg og Pommern). En blátt merkið hafið, gult kornakra og rautt tígulsteina.

Skjaldarmerkinu er skipt í fjóra hluta. Efst til vinstri og neðst til hægri er svart naut með kórónu. Efst til hægri er rauður dreki. Neðst til vinstri er rauður örn. Furstarnir í Mecklenborg voru í upphafi með dreka sem merki, en eftir 1219 með nautshöfuð. Örninn er merki Brandenborgar en Mecklenborg-Vorpommern fékk nokkur héruð af Brandenborg eftir heimstyrjöldina síðari.

Orðsifjar

breyta

Mecklenborg var upphaflega samnefnt kastalavirki í borginni Wismar. Héraðið hét Mikelenburg á 12. öld og Michelenburg á 10. öld. Heitið er dregið af gamla germanska orðinu mikil, sem merkir stór (mikill á íslensku). Merkir því bókstaflega Miklaborg. Vorpommern er bara vestasti hluti af Pommern sem nú er að mestu leyti í Póllandi en var þýskt áður. Heitið er dregið af pólska orðinu pomorze og merkir Landið við sjóinn.[1]

Söguágrip

breyta

Héraðið var upphaflega slavahérað. Þýskir landnemar byrjuðu að flæða þangað á 11. öld og síðan hefur það verið stjórnað af þýskum furstum. Slavneskur minnihlutahópur (sorbar og vindar) býr enn í svæðinu í dag. Í gegnum aldirnar var svæðið hluti af þýska keisararíkinu og síðar prússneska ríkinu. Sambandslandið sem slíkt var stofnað 1949. Landið var skeytt saman af Mecklenburg og vestasta hluta Pommern en Pólland fékk aðalhluta Pommern þegar landamærin voru færð vestur eftir stríð. Héraðið hét formlega bara Mecklenburg. Eftir sameiningu Þýskalands 1990 var lýðveldið endurskipulagt. Það fékk landsvæði frá Brandenborg, en missti önnur til Brandenborg. Nafninu Vorpommern var bætt við og heitir því opinberlega í dag Mecklenburg-Vorpommern á þýsku.

Borgir

breyta
 
Kort af Mecklenborg-Vorpommern. Vötnin miklu eru fyrir sunnan. Eyjan Rügen í Eystrasalti er stærsta eyja Þýskalands.
Röð Borg Íbúar Ath.
1 Rostock 201 þúsund
2 Schwerin 95 þúsund Höfuðborg Mecklenborg-Vorpommern
3 Neubrandenburg 65 þúsund
4 Stralsund 57 þúsund
5 Greifswald 54 þúsund
6 Wismar 44 þúsund

Tilvísanir

breyta
  1. Geographische Namen in Deutschland. Duden. 1993. Bls. 181.

Heimildir

breyta