Ívar Vigfússon hólmur
Ívar Vigfússon hólmur eða Ívar Vigfúson Hólm (d. 1371) var hirðstjóri á Íslandi á 14. öld og bjó á Bessastöðum.
Ekkert er öruggt um ætt Ívars hólms þótt ýmsar tilgátur hafi komið fram en hann mun þó hafa verið íslenskur. Hann kom til landsins 1354 og hafði þá verið skipaður hirðstjóri yfir öllu landinu til þriggja ára. Hann sigldi út 1359 á skipi sem hann hafði sjálfur látið smíða og kom aftur 1361. 17. júní 1361 var honum falið að safna öllum páfatekjum af Íslandi og öðrum skattlöndum Noregs og er sagt frá því í annálum að 1365 hafi hann komið í Skálholt með páfabréf sem þar voru lesin upp.
Kona Ívars var norsk, Margrét Özurardóttir, og sonur þeirra var Vigfús Ívarsson, sem lengi var hirðstjóri.
Heimildir
breyta- Safn til sögu Íslands. 2. bindi, Kaupmannahöfn 1886.
Fyrirrennari: Ólafur Bjarnarson |
|
Eftirmaður: Andrés Gíslason Árni Þórðarson Jón Guttormsson Þorsteinn Eyjólfsson |