Landshöfðingjatímabilið

Saga Íslands

Eftir tímabilum

Miðaldir á Íslandi
Nýöld á Íslandi
Nútíminn á Íslandi

Eftir umfjöllunarefni

Landshöfðingjatímabilið er í sögu Íslands tímabilið frá gildistöku Stöðulaganna 1871 til upphafs heimastjórnar 1904. Samkvæmt Stöðulögunum skyldi Íslandi skipaður sérstakur landshöfðingi sem átti að stjórna landinu í umboði danska dómsmálaráðuneytisins. Fyrsti landshöfðinginn var Hilmar Finsen sem var skipaður 1. apríl 1873 og er stundum miðað við það ártal sem upphaf tímabilsins. Sumir höfundar miða svo við það þegar Íslendingar fengu stjórnarskrá 1874.

Landshöfðingjahneykslið

breyta

Íslendingar voru ekki allir ánægðir með hinn nýja landshöfðingja og einhverjir skólapiltar tóku sig til 1. apríl 1873 og drógu upp að hún landshöfðingjans dauðan hrafn og festu víða um bæinn upp plaköt sem á stóð „Niðr með landshöfðingjann!“.[1] Hilmar Finsen kærði Jón Ólafsson sem ritað hafði um atburðinn í blaði sínu Göngu-Hrólfi og var hann sakfelldur sem varð til þess að Jón þurfti að flýja land seinna um sumarið.

Tilvísanir

breyta
  1. Landshöfðingja-hneikslið, grein í Göngu-Hrólfi 26. apríl 1873
   Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.