Kyrrahafseyjar
landsvæði sem samanstendur af eyjum Kyrrahafsins
Kyrrahafseyjar eru hópur 20–30.000 eyjar sem finna er að í Kyrrahafinu. Eyjarnar skiptast í þrjá hópa:
- Melanesía — þýðir svörtu eyjar, eru meðal annars Nýja-Gínea, sem er eyja sem skiptist í tvö lönd: Papúa Nýja-Gínea og Indónesía, Nýja-Kaledónía, Torressundeyjar, Vanúatú, Fídjieyjar og Salómonseyjar
- Míkrónesía — þýðir litlu eyjar, eru meðal annars Maríanueyjar, Gvam, Varsímaeyja, Palá, Marshalleyjar, Kíribatí, Nárú og ríkið Míkrónesía
- Pólýnesía — þýðir margar eyjar, eru meðal annars Nýja-Sjáland, Hawaii, Rótúma, Midwayeyja, Samóa, Bandaríska Samóa, Tonga, Túvalú, Cookeyjar, Wallis- og Fútúnaeyjar, Tókelá, Niue, Franska Pólýnesía og Páskaeyja