Klausturpósturinn
Klausturpósturinn var fyrsta mánaðarritið sem kom út á íslensku var fyrst prentað á Beitistöðum 1818 en var síðan prentað í Viðeyjarprentsmiðju 1819 - 1827. Það var Magnús Stephensen dómstjóri sem gaf út Klausturpóstinn og í honum var innlent og erlent frétta- og fræðsluefni.
Klausturpósturinn naut talsverðra vinsælda og var upplagið á bilinu 500 og 1.000 eintök. Hvert tölublað var sextán blaðsíður og prentað með gotnesku letri. Eftir að útgáfa þess hætti liðu átta ár áður en sambærilegt rit kom út á Íslandi, Sunnanpósturinn.