Kóralhaf
Kóralhaf er hafsvæði í Kyrrahafi. Hafið markast af norðausturströnd Ástralíu í vestri, austurströnd Nýju Gíneu og Salómonseyjum í norðri, og Vanúatú og Nýju Kaledóníu í austri.
Loftslag á hafinu er heitt og stöðugt. Fellibylir eru algengir þar frá janúar fram í apríl en annars eru suðaustlægir staðvindar ríkjandi. Í hafinu eru fjöldi eyja og skerja, þar á meðal stærsta kóralrif heims, Kóralrifið mikla. Hafið er þvi mjög mikilvægt fyrir lífríki heimsins. Olíuleit var hætt þar árið 1975 og fiskveiðar eru víða takmarkaðar.
Austur-Ástralíustraumurinn flytur næringarríkan sjó úr Kóralhafinu suður eftir eystra landgrunni Ástralíu.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Kóralhafi.
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu Kóralhaf.