Kænugarður

Höfuðborg og stærsta borg Úkraínu
(Endurbeint frá Kyjiv)

Kænugarður eða Kyjív (úkraínska: Kyjív eða Київ; rússneska: Kíev eða Киев) er höfuðborg og stærsta borg Úkraínu og jafnframt höfuðstaður Kænugarðsfylkis. Núverandi borgarstjóri er Vítalíj Klitsjkó. Eftir innrás Rússlands í Úkraínu 2022 höfðu 2 milljónir yfirgefið borgina í lok mars. Sumir sneru þó til baka.

Kænugarður
Київ (úkraínska)
Kyjív
Fáni Kænugarðs
Skjaldarmerki Kænugarðs
Kænugarður er staðsett í Úkraínu
Kænugarður
Kænugarður
Staðsetning Kænugarðs innan Úkraínu
Hnit: 50°27′00″N 30°31′24″A / 50.45000°N 30.52333°A / 50.45000; 30.52333
Land Úkraína
FylkiKænugarðsfylki
Stofnun482
Stjórnarfar
 • BorgarstjóriVítalíj Klitsjkó
Flatarmál
 • Borg839 km2
Hæð yfir sjávarmáli
179 m
Mannfjöldi
 (1. janúar 2021)
 • Borg2.952.301
 • Þéttleiki3.299/km2
 • Stórborgarsvæði
3.475.000
TímabeltiUTC+2
 • SumartímiUTC+3
Póstnúmer
01xxx–04xxx
Svæðisnúmer+380 44
ISO 3166 kóðiUA-30
Vefsíðakyivcity.gov.ua

Borgin liggur í norðurhluta landsins við fljótið Danparfljót. Árið 2021 bjuggu tæpar 3 milljónir í borginni. Borgin er menningar-, iðnaðar- og vísindamiðstöð í Austur-Evrópu og er 7. fjölmennasta borg Evrópu. Rekja má byggð í borginni til 5. aldar.

Með þekktari stöðum í borginni er sjálfstæðistorgið Majdan Nezalezjností. Á lista UNESCO yfir menningarminjar eru Dómkirkja heilagrar Soffíu og klaustrið Petsjersk Lavra. Maríjínskyj-höll er önnur þekkt bygging.

Nafn borgarinnar

Orðið Kænugarður er gamalt orð í íslensku og þekkist í fornum bókmenntum. Í Kristni sögu segir að þeir Þorvaldur víðförli Konráðsson og Stefnir Þorgilsson hafi ferðast víða um lönd til að boða kristni og heimsótt Kænugarð.[1]

Borgin er einnig nefnd svo í öðrum fornum ritum, þar á meðal Gautreks sögu[2], Flateyjarbók[3], Hauksbók[4] og Guðmundar sögu biskups[4].

Íslenska nafnið Kænugarður virðist á yfirborðinu samsett úr kæna (‘skip’) og garður, en er aðlagað úr fornausturslavnesku orði: Kijan-gorod, sem leitt er af íbúa- eða þjóðflokksheitinu Kijane og orðinu gorod ‘borg’.[5]

Landfræði

Borgin liggur í norðurhluta landsins við Danparfljót sem tæmist í Svartahaf og tengir borgina við innhaf þess, Asovshaf.

Íþróttir

Helsta knattspyrnulið borgarinnar er FC Dynamo Kyiv.

Myndasafn

Tengt efni

  • Kænugarðstorg, torg sem var nefnt 2022 í Reykjavík til samstöðu við Úkraínu.

Heimildir

  1. Hvaðan er heitið Kænugarður upprunnið?. visindavefur.is. 2020
  2. Gautreks saga. snerpa.is. 2020
  3. Carl Rikard Unger, Guðbrandur Vigfússon. Flateyjarbok, Vol. 2. Oslo: P.T. Malling. 1862. 701 p.: pp. 120-121
  4. 4,0 4,1 Nokkur blöð úr Hauksbók og brot úr Guðmundarsögu. Prentsmiðja Íslands, 1865 55 p.: 11)
  5. Ásgeir Blöndal Magnússon „Kænugarður“. Íslensk orðsifjabók 1989. Sjá hér (Ýtið á „Eldra mál“ til að sjá greinina úr Orðsifjabókinni).
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.