Kristinn Hrafnsson
Kristinn Hrafnsson (f. 25. júní 1962) er íslenskur rannsóknarblaðamaður og núverandi ritstjóri WikiLeaks.[1] Hann var talsmaður WikiLeaks frá 2010 til 2017.[2]
Kristinn Hrafnsson | |
---|---|
Fæddur | 25. júní 1962 |
Þjóðerni | Íslenskur |
Störf | Blaðamaður |
Kristinn hefur unnið hjá ýmsum íslenskum fréttablöðum og var meðal annars kynnir sjónvarpsþáttarins Kompás á Stöð 2, þar sem hann afhjúpaði glæpi og spillingu á æðstu stöðum ásamt teymi sínu. Í febrúar árið 2009 var sýningu þáttanna hætt og Kristinn var rekinn ásamt teyminu í miðri rannsókn á tengslum Kaupþings við auðjöfrana Robert og Vincent Tchenguiz.[3]
Stuttu síðar fékk Kristinn vinnu hjá Ríkisútvarpinu. Í ágúst árið 2009 setti sýslumaðurinn í Reykjavík lögbann á umfjöllun Kristins um lánabók Kaupþings, sem hafði þá nýlega verið birt í heild sinni á vefsíðu WikiLeaks.[4] Lögbanninu var síðar aflétt.[5]
Kristinn lauk störfum hjá RÚV í júlí árið 2010 þar sem samningur hans var ekki endurnýjaður.[6] Kristinn hóf samstarf með WikiLeaks í byrjun ársins 2010 og gerðist talsmaður samtakanna eftir að stofnandi þeirra, Julian Assange, komst í kast við lögin. Hann kallaði atlögu MasterCard, Visa og annarra fyrirtækja að WikiLeaks í desember 2010 „einkavæðingu ritskoðunar“.[7] Sem talsmaður WikiLeaks skrifaði hann grein sem birt var á vefsíðu sænska ríkisútvarpsins þar sem hann varði WikiLeaks gegn því sem hann kallaði „ófrægingarherferð“ sænska dægurtímaritsins Expressen.[8]
Kristinn hefur þrisvar hlotið blaðamannaverðlaun ársins, árin 2004, 2007 og 2010, frá Blaðamannafélagi Íslands.[9]
Í byrjun ársins 2017 tilkynnti Kristinn að hann væri ekki lengur talsmaður WikiLeaks.[10][11] Þann 26. september 2018 var tilkynnt að Kristinn hefði verið skipaður ritstjóri WikiLeaks af Julian Assange eftir að Assange var meinað um internetaðgang um langa hríð fyrr á árinu. WikiLeaks tók fram að Assange yrði áfram útgefandi miðilsins.[12]
Tilvísanir
breyta- ↑ „'Wikieaks takes swipe at the famously secret Vatican'“. The Washington Post. 18 Jan 2019.
- ↑ Andy Greenberg (7. desember 2010). „Meet The New Public Face Of WikiLeaks: Kristinn Hrafnsson“. Forbes. Afrit af upprunalegu geymt þann 14 apríl 2020. Sótt 17. janúar 2011.
- ↑ Victor-M Amela; Ima Sanchiz; Lluis Amiguet (17. júní 2011). „'Vivimos asediados por la Administración de EE.UU.'“. La Vanguardia (spænska). Barselóna. Sótt 19. desember 2019.
- ↑ Hafsteinn Gunnar Hauksson (1. ágúst 2009). „Kaupþing fékk lögbann á umfjöllun RÚV“. Vísir. Reykjavík. Sótt 19. desember 2019.
- ↑ Jón Hákon Halldórsson (4. ágúst 2009). „Lögbanni aflétt af fréttaflutningi RÚV“. Vísir. Reykjavík. Sótt 19. desember 2019.
- ↑ „Kristinn Hrafnsson rekinn af Ríkisútvarpinu“. Pressan. Reykjavík. 27. júlí 2010. Sótt 19. desember 2019.
- ↑ „WikiLeaks Rep in Iceland Requests Government Support“. Iceland Review. 13. desember 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 29 mars 2012. Sótt 17. janúar 2011.
- ↑ „Wikileaks: Vi tänker inte smutskasta Sverige“ [WikiLeaks: We do not intend to denigrate Sweden]. Debatt (sænska). 5. mars 2012. Afrit af upprunalegu geymt þann 14. júní 2012. Sótt 6. september 2013.
- ↑ „WikiLeaks spokesman wins Journalist of the Year in Iceland“. The Times. Valletta, Malta. AFP. 4. mars 2011. Sótt 6. september 2013.
- ↑ Lang, Jeffrey. „Wikileaks loses spokesman leaving Julian Assange alone facing eviction“. 1 Mar 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 9 Aug 2017. Sótt 27 Sep 2018.
- ↑ Former Wikileaks Spokesperson On Manning Sentence Commute: "Victory For Justice"
- ↑ Bridge, Mark (27. september 2018). „Loss of internet forces Assange to step down from Wikileaks editor role“. The Times. Sótt 11. apríl 2019.