Spanskgræna
Spanskgræna (spansgræna [1] eirgræna, kopargræna eða patína) er græn skán af koparkarbónati sem myndast á yfirborði kopars (en einnig brons og látúns) þegar koldíoxíð kemst að málminum. Spanskgrænan myndast oftast með tíð og tíma, rétt eins og ryð myndast á járni, en flýta má fyrir ferlinu með vissri tækni.
Tilvísanir
breyta- ↑ „Orðabók Háskólans“. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. mars 2016. Sótt 16. ágúst 2008.