Konungar í Jórvík
Konungar í Jórvík voru flestir af norrænum uppruna. Norskir og danskir víkingar lögðu Norðymbraland undir sig um 866, og var konungdæmið Jórvík stofnað nokkrum árum síðar. Konungdæmið náði yfir Jórvíkurskíri (Yorkshire) og talsvert svæði þar í grennd. Snorri Sturluson segir í Heimskringlu að Norðymbraland sé fimmtungur Englands. Konungarnir réðu yfir Jórvík og Norðymbralandi. Stundum einnig yfir Dyflinni, eynni Mön og Borgunum fimm í Danalögum. Þetta svæði varð fyrir verulegum áhrifum af norrænni menningu.
Hálfdan Ragnarsson (loðbrókar) var fyrsti konungur í Jórvík, en Eiríkur blóðöx (d. 954) sá síðasti. Eftir að enska krúnan náði þessu svæði undir sig, var því lengi stjórnað af jörlum.
Listi yfir konunga í Jórvík
breyta- 875 – 877 : Hálfdan 1. Ragnarsson, sonur Ragnars loðbrókar, konungur í Dyflinni 873–883
- 877 – 883 : E.t.v. millibilsástand
- 883 – 895 : Guðröður 1. ljómi
- 900 – 902 : Knútur
- 902 – 902 : Æthelwold
- 902 – 910 : Hálfdan 2., Eowils og Ívar beinlausi
- 910 – 921 : Rögnvaldur 1.
- 921 – 927 : Sigtryggur Cáech, konungur í Dyflinni frá 917
- 927 – 927 : Guðröður 2., konungur í Dyflinni frá 920
- 927 – 939 : Aðalsteinn Englandskonungur, konungur í Wessex frá 924
- 939 – 941 : Ólafur 1. Guðröðarson, konungur í Dyflinni frá 934
- 941 – 943 : Ólafur 2. kvaran, konungur í Dyflinni 945, rekinn frá völdum
- 943 – 944 : Rögnvaldur 2. Guðröðarson
- 944 – 944 : Ólafur 2. kvaran
- 944 – 946 : Játmundur 1. Englandskonungur, konungur í Wessex frá 939
- 946 – 948 : Játráður Englandskonungur, konungur í Wessex 946–955
- 948 – 949 : Eiríkur blóðöx, konungur Noregs 930–936, rekinn frá völdum
- 949 – 952 : Ólafur 2. kvaran
- 952 – 954 : Eiríkur blóðöx
Tengt efni
breytaHeimildir
breyta- Fyrirmynd greinarinnar var „Royaume viking d'York“ á frönsku útgáfu Wikipedia. Sótt 16. nóvember 2008.