Konungar í Dyflinni
Konungar í Dyflinni réðu borginni Dyflinni á Írlandi og næsta nágrenni hennar (Dyflinnarhéraði) frá því um 840.
Konungdæmið var stofnað um 840 af norskum og dönskum víkingum, sem stunduðu þar verslun og höfðu þar bækistöð í hernaði sínum á Bretlandseyjum. Um skeið réðu þeir einnig yfir Jórvík og Mön.
Eflaust hefur sterkra írskra áhrifa gætt í borginni, einkum eftir 1036. Um 1052 náðu Írar yfirráðum yfir Dyflinni, undir forystu konunganna í Leinster. Síðar komust norrænir konungar aftur til valda þar, og var sá síðasti drepinn þegar Normannar réðust inn í Írland um 1171. Þá leið norræna konungdæmið undir lok. Samfélagið í Dyflinni bjó þó við talsverða sérstöðu nokkrum kynslóðum lengur, vegna þeirra róta sem það átti í norrænni menningu.
Vegna brotakenndra heimilda er erfitt að taka saman heildstætt yfirlit yfir konunga í Dyflinni, og eru því mörg vafaatriði í eftirfarandi lista.
Listi yfir konunga í Dyflinni
breytaKonungar til 902
breyta- 839 – 845: Þorgestur 1. eða Þorgísl 1. (Turgesius)
- 845 – 853: ???
- 853 – 871: Ólafur hvíti (írska: Amlaíb Conung) samstjórn þriggja konunga
- 853 – 873: Ívar beinlausi, eða Ívar 1. (írska: Ímar ) samstjórn þriggja konunga
- 853 – 867: Auðgísl (Auisle) samstjórn þriggja konunga, drepinn 867.
- 873 – 875: Eysteinn Ólafsson (írska: Oistín mac Amlaíb), sonur Ólafs hvíta (drepinn 875)
- 875 – 877: Hálfdan Ragnarsson (írska: Alband), bróðir Ívars beinlausa
- 875 – 881: Barði (írska: Bairith) stjúpfaðir Eysteins
- 881 – 883: NN sonur Auðgísls (drepinn 883)
- 883 – 888: Sigurður Ívarsson (tekinn af lífi 888)
- 888 – 893: Sigtryggur 1. Ívarsson (írska: Sitriuc mac Imar)
- 893 – 894: Sigurður jarl í Dyflinni.
- 894 – 896: Sigtryggur 1. Ívarsson (írska: Sitriuc mac Imar) (drepinn 896)
- 896 – 902: Ívar 2. (sonur Sigurðar ?) (Uí Ímair) (drepinn 904)
Konungar eftir 917
breytaDyflinni var hertekin af írsku konungunum Mael Finnia mac Flannacán í Brega og Cerball mac Muiricán konungi í Leinster, og yfirgáfu norrænir menn borgina að mestu frá 902 til 917.
- 917 – 920: Sigtryggur Cáech, þ.e. eineygði, (írska: Sitriuc Uí Ímair) konungur í Jórvík 921 – 927
- 921 – 934: Guðröður 2., konungur í Jórvík 927
- 934 – 939/941: Ólafur Guðröðarson (írska: Amlaíb mac Gofraidh)
- 939/941 – 945: Blákári Guðröðarson
- 945 – 948: Ólafur Sigtryggsson kvaran (írska: Amblaibh Cuaran), konungur í Jórvík 941 – 943, 944 og 949 – 952
- 948 – 948: Blákári Guðröðarson (drepinn 948)
- 948 – 980: Ólafur Sigtryggsson kvaran (írska: Ambailh Cuaran) (dó 981)
- 980 – 989: Gluniarian Ólafsson (Járnkné Ólafsson) (drepinn 989)
- 989 – 994: Sigtryggur Ólafsson silkiskegg
- 994 – 995: Ívar (Ímar), konungur í Waterford
- 995 – 1036: Sigtryggur Ólafsson silkiskegg
- 1036 – 1038: Margaður Rögnvaldsson (írska: Echmarcach mac Ragnaill)
- 1038 – 1046: Ívar 3. Haraldsson (írska: Ímar mac Arailt)
- 1046 – 1052: Margaður Rögnvaldsson (írska: Echmarcach mac Ragnaill), konungur á Mön
- 1052 – 1072: Diarmait mac Mail na mBo, konungur í Leinster (drepinn 1072).
- 1059 – 1070: — Murchad, sonur Díarmíðs, ríkti með föður sínum (dó 1070).
- 1072 – 1075: Guðröður 3. Ólafsson (írska: Godfraid mac Amlaib)
- 1075 – 1075: Domnall mac Murchada, sonarsonur Díarmíðs
- 1075 – 1086: Toirdhealbhach Ua Briain, konungur í Munster og hákonungur Írlands frá 1072 til 1086.
- 1075 – 1086: — Muircheartach mac Toirdhealbhach Ua Briain, hákonungur Írlands frá 1086 til 1119.
- 1086 – 1089: Donnchad mac Domnaill Remair, konungur í Leinster (drepinn 1089).
- 1091 – 1094: Guðröður 4. Crovan, konunugur á Mön.
- 1094 – 1102: Muircheartach mac Toirdhealbhach Ua Briain, hákonungur Írlands frá 1086 til 1119.
- 1102 – 1103: Magnús berfættur Noregskonungur
- 1103 – 1118: Muircheartach mac Toirdhealbhach Ua Briain, hákonungur Írlands frá 1086 til 1119.
- 1115 – 1118: — Domnall, sonur Muircheartach Ua Briain, ríkti með föður sínum (dó 1135).
- 11?? – 1115: — Donnchadh mac Murchada mac Diarmata (drepinn 1115)
- 1118 – 1124: Þorfinnur Þorkelsson (írska: Torfind Mac Torcaill)
- 1118 – 1126: Énna mac Donnchada, konungur í Leinster
- 1124 – 1127: — Toirdhealbhach Ua Conchobair, konungur í Konnöktum
- 1124 – 1127: Conchobar, sonur Toirdhealbhach Ua Conchobair (dó 1144)
- 1127 – 1136: Diarmaid mac Murchada, konungur í Leinster
- 1136 – 1146: Ragnvald Thorkellsson (írska: Raghnall Mac Torcaill)
- 1142 – 1148: Óttar
- 1146 – 1160: Brodar Thorkellsson (írska: Brodur Mac Torcaill) drepinn 1160.
- 1160 – 1171: Hasculf Thorkellsson (írska: Asgall Mac Torcaill) drepinn 1171.
Tengt efni
breytaHeimildir
breyta- Liens avec University College Cork & Annales d'Ulster & Annales de Loch Cé
- Jean Renaud: Les Vikings et les Celtes. Éditions Ouest-France, Université Rennes 1992 (ISBN 2-7373-0901-8).
- Fyrirmynd greinarinnar var „Liste des rois de Dublin“ á frönsku útgáfu Wikipedia. Sótt 16. nóvember 2008.