Thor Thors (26. nóvember 190311. janúar 1965) var íslenskur lögfræðingur, sendiherra í Bandaríkjunum og fyrsti fastafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum. Faðir hans var Thor Jensen, umsvifamikill athafnamaður, og meðal systkina hans var Ólafur Thors.

Ævi breyta

Thor lauk stúdentsprófi við Menntaskólann í Reykjavík og gegndi þar embætti forseta Framtíðarinnar árið 1921[1]. Hann lauk lögfræðiprófi frá Háskóla Íslands. Hann stundaði framhaldsnám í hagfræði í Cambridge og París áður en hann réðist til starfa sem framkvæmdastjóri útgerðarfélagsins Kveldúlfs hf., fjölskyldufyrirtækisins, um sjö ára tímabil, 1927—34. Frá 1933 til 41 var hann þingmaður Snæfellinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Hann var forstjóri Sölusambands íslenskra fiskframleiðenda 1934—40. Skipaður sendiherra Íslendinga í Bandaríkjunum árið 1940.

Neðanmálsgreinar breyta

  1. „Forsetar Framtíðarinnar frá 1883“. Menntaskólinn í Reykjavík.

Tengill breyta


Fyrirrennari:
Einar Olgeirsson
Forseti Framtíðarinnar
(19211921)
Eftirmaður:
Sigurkarl Stefánsson


   Þetta æviágrip sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.