Keikó

Háhyrningur (1976-2003)
(Endurbeint frá Keiko)

Keikó (1976 - 12. desember 2003) var íslenskur háhyrningur. Hann er frægastur fyrir hlutverk sitt sem Willy í kvikmyndunum Free Willy, Free Willy 2: The Adventure Home og Free Willy 3: The Rescue. Keikó lést úr lungnasjúkdómi við strendur Noregs árið 2003.

Keikó í desember 1998.
 
Keikó fluttur frá Newport, Oregon til Vestmannaeyja þann 9. september 1998.

Keikó fæddist við Íslandsstrendur árið 1976. Árið 1978 var hann fangaður og seldur til þjálfunar, en þjálfunina annaðist bandaríski sjóherinn í fyrstu. Árið 1993 sló Keikó í gegn í kvikmyndinni Free Willy. Keikó lék einnig í framhaldsmyndunum tveimur; Free Willy 2: The Adventure Home (1995) og Free Willy 3: The Rescue (1997). Þann 9. september 1998 var Keikó fluttur aftur til Íslands þar sem átti að gera honum kleift að lifa eins og aðrir háhyrningar og að því búnu átti að sleppa honum lausum. Þjálfunin fór fram við Vestmannaeyjar, og fylgdi honum heill hópur af aðstoðarfólki sem ætlaði að „ómennska“ (dehumanize) Keikó. Íslenskur talsmaður hans á þeim tíma var Hallur Hallsson. Það var svo í júlí 2002 að þjálfarar hans töldu að hægt væri að sleppa honum lausum. Í september 2002 varð vart við hann við Helsa í Noregi þar sem íbúar sáu til hans og léku jafnvel við hann. Stuttu síðar, að beiðni dýraverndasamtaka, var almenningi bannað að eiga samskipti við hann, þar eð hann átti að aðlagast lífi háhyrninga og ekki að umgangast fólk. Þann 10. desember 2003 greindist hann með lungnasjúkdóm sem síðar varð honum að bana þann 12. desember 2003.

Tenglar

breyta