Katrín Atladóttir
Katrín Atladóttir (fædd 15. september 1980) er fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún er fyrrverandi landsliðskona í badminton og er með BS-gráðu í tölvunarfræði og meistaragráðu í hugbúnaðarverkfræði. Katrín er einnig þekkt sem [katrin.is] á internetinu.
Stjórnmálaferill
breytaKatrín skipaði sjöunda sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í Alþingiskosningunum 2016 og færðist upp um eitt sæti fyrir kosningarnar ári síðar.
Hún kom ný inn á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórnarkosningunum 2018 og sat þá í sjötta sæti, sem dugði til að komast í borgarstjórn. Hún sat eitt kjörtímabil í borgarstjórn en gaf ekki kost á sér til endurkjörs í kosningunum árið 2022.
Titlar
breyta- 1993 - Þrefaldur Íslandsmeistari í tátuflokki
- 1995 - Þrefaldur Íslandsmeistari í meyjaflokki
- 1997 - Þrefaldur Íslandsmeistari í telpnaflokki
- 1998 - Þrefaldur Íslandsmeistari í stúlknaflokki
- 1999 - Íslandsmeistari í tvíliðaleik í stúlknaflokki
- 2003 - Íslandsmeistari í tvíliðaleik kvenna
- 2006 - Íslandsmeistari í tvíliðaleik kvenna
- 2007 - Í landsliðinu sem vann Helvetia Cup (Evrópumeistaramót B-þjóða)
- 2007 - Íslandsmeistari í tvíliðaleik kvenna
- 2008 - Íslandsmeistari í tvíliðaleik kvenna
- 2010 - Íslandsmeistari í tvíliðaleik kvenna