James NormanJimBeaver, Jr. (fæddur 12. ágúst 1950) er bandarískur leikari, leikritahöfundur, handritshöfundur og kvikmyndafræðingur. Hann er þekktastur fyrir hlutverk sín í Deadwood og Supernatural.

Jim Beaver
Jim Beaver
Jim Beaver
Upplýsingar
FæddurJames Norman „Jim“ Beaver, Jr.
12. ágúst 1950 (1950-08-12) (74 ára)
Ár virkur1977 -
Helstu hlutverk
Bobby Singer í Supernatural
Whitney Ellsworth í Deadwood
Fógetinn Charlie Mills í Harper´s Island
Leland DuParte í Thunder Alley

Einkalíf

breyta

Fjölskylda

breyta

Beaver fæddist í Laramie, Wyoming og er af frönskum og enskum uppruna (fjölskyldunafnið var upprunalega de Beauvoir)og móðir hans er af skosku-þýsku-sérókaætterni. Jim bjó öll æskuárin sín í Irving, jafnvel á meðan faðir hans predikaði í samfélögunum í kring. Þó að hann hafi komið fram í nokkrum grunnskóla leikritum, þá sýndi hann lítinn áhuga á leiklist, en hellti sér í kvikmyndasöguna og hafði áhuga á að vera rithöfundur, með útgáfu stuttra saga í menntaskólanum.

Á meðan hann var í háskólanámi, giftist Beaver samnemanda, Debbie Young í ágúst 1973, sambandið brotnaði upp fjórum mánuðum seinna (þó að skilnaðurinn fór ekki í gegn fyrr en 1976). Í nokkur ár eftir að hann flutti til Kaliforníu, þá bjó hann með leikaranum Hank Worden, sem hefur verið vinur Jims síðan úr æsku. Árið 1989, eftir fjögra ára samaband, giftist Beaver leikonunni/leikarastjóranum Cecily Adams og saman áttu þau eina dóttur. Cecily dó úr lugnakrabbameini árið 2004.

Æviágrip hans frá árinu 2003 um greiningu konu hans með lugnakrabbamein, Life's That Way, var gefin út haustið 2007.[1]

Herþjónusta

breyta

Tveimur mánuðum eftir að hafa útskrifast úr menntaskóla, þá elti Beaver nokkra vini sína og skráði sig í landgönguliðið. Eftir grunnþjálfun við Marine Corps Recruit Depot San Diego, þá var Beaver þjálfaður sem örbylgju talstöðvar tæknimaður. Hann gegndi herþjónustu í Marine Corps Air Ground Combat Center Twentynine Palms og í Marine Corps Base Camp Pendleton áður en hann var fluttur til 1st Marine Division nálægt Da Nang í Suður Víetnam árið 1970. Var hann talstöðvarmaður hjá 1st Marine Regiment og síðan sem foringi yfir samskiptadeildinni. Kom aftur til Bandaríkjanna árið 1971 og lauk herþjónustu sem undirliðsþjálfi og var virkur í Marine Forces Reserve þangað til 1976.

Eftir að hafa klárað herþjónustuna fluttist hann aftur til Irving, Texas, og vann stutt hjá Frito-Lay. Hann skráði sig í nám við Oklahoma Christian University, þar sem hann fékk áhuga á leiklist. Frumraun hans í leikhúsi var lítið hlutverk í The Miracle Worker. Árið eftir fluttist hann yfir í Central State University (núna þekktur sem University of Central Oklahoma). Lék hann í nokkrum leikritum í háskólanum og studdi sjálfan sig með því að keyra leigubíla, sem sýingarstjóri kvikmynda, viðgerðarmaður í tennis klúbbi og áhættumaður í skemmtigarði. Einnig vann hann sem fréttamaður og kynnir fyrir jass og klassíska tónlist á útvarpsstöðinni KCSC. Á meðan hann var í háskóla, þá byrjaði hann að skrifa og kláraði nokkur leikrit og gaf einnig út fyrstu bók sína um leikarann John Garfield, þó enn í námi. Beaver útskrifaðist með gráðu í Oral Communications árið 1975[2]. Hann stoppaði stutt í framhaldsnámi áður en hann snéri aftur heim til Irving, Texas.

Ferill

breyta

Leikhús

breyta

Jim Beaver kom fyrst fram sem atvinnuleikari í október, 1972, þá enn sem stúdent í Rain, eftir W. Somerset Maugham við Oklahoma Theatre Center í Oklahoma borg. Eftir að hafa snúið aftur til Texas, þá vann hann í nærlægjum leikhúsum í kringum Dallas, með því að styðja sjálfan sig sem kvikmyndahreinsir og sem sviðsmaður við ballettinn í Dallas. Fékk inngöngu inn í Shakespeare Festival of Dallas árið 1976, og lék í nokkrum uppfærslum. Árið 1979, þá var hann ráðinn af Actors Theatre of Louisville til þess að skrifa þrjú leikrit (Spades, Sidekick, og Semper Fi), og var tvisvar sinnum lokaþátttakandi í ríkiskeppninni Great American Play Contest (fyrir Once Upon a Single Bound og Verdigris). Ásamt því að skrifa leikrit, þá hélt hann áfram að skrifa fyrir kvikmyndatímarit og í nokkur þá var hann greinahöfundur, gagnrýnandi og aðal rithöfundur fyrir National Board of Review of Motion Pictures tímaritið Films in Review.

Árið 1979 fluttist hann til New York, þar sem hann vann stöðugt á leiksviði og á sýningarferðum, ásamt því að skrifa leikrit og rannsaka ævi leikarans George Reeves (verkefni sem hann vann að milli vinna). Hann kom fram í leikritum á borð við:The Hasty Heart og The Rainmaker í Birmingham, Alabama og L'Alouette (The Lark) í Manchester, New Hampshire. Ferðaðist Beaver síðan um landið sem Macduff í Macbeth og í The Last Meeting of the Knights of the White Magnolia. Á þessum tíma þá skrifaði hann bókina Movie Blockbusters fyrir gagnrýnandann Steven Scheuer.

Handritshöfundur

breyta

Árið 1983, fluttist hann til Los Angeles, til að halda áfram að rannsaka ævi George Reeves. Hann vann í ár sem kvikmynda skjalavörður fyrir the Variety Arts Center. Eftir upplestur á leikriti hans Verdigris, var honum boðið inngöngu við Theatre West-félagið í Hollywood, þar sem hann heldur áfram sem leikari og leikritahöfundur. Verdigris var framleitt og fékk góðar móttökur og Beaver skráði sig hjá umboðsaðilanum Triad Artists. Byrjaði hann strax að skrifa sjónvarpsþætti fyrir ýmsar sjónvarpsseríur, á meðal annars Alfred Hitchcock Presents (fékk hann tilnefningu árið 1987 CableACE Award fyrir fyrsta sjónvarpshandrit sitt, þá þennan þátt), Tour of Duty, og Vietnam War Story.

Verkfall höfunda árið 1988 (Writers Guild of America) breytti lausamennsku höfunda á markaðnum, og frami Beavers sem sjónvarps höfundur stoppaði.

Sjónvarp

breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Beavers var árið 1978 í sjónvarpsmyndinn Desperado. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við Matlock, Paradise, Nasty Boys, Santa Barbara, NYPD Blue, The X Files, The West Wing, Big Love, CSI: Crime Scene Investigation, The Unit, Criminal Minds og Psych.

Árið 2004, var Beaver ráðinn til þess að leika í villtra vesta þættinum Deadwood sem Whitney Ellsworth, gullgrafari sem var oft lýstur sem „Gabby Hayes með Tourette sjúkdóminn“.[3] Síðan tók hann að sér hlutverk fógetans Charlie Mills í míniseríunni Harper's Island.

Beaver lék stórt gestahlutverk í Supernatural frá 2006-2012. Var hann síðan með stórt gestahlutverk sem Shelby Barlow/Drew Thompson í Justified frá 2011-2013.

Kvikmyndir

breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Beavers var árið 1977 í Semi-Tough. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Warnings, Defense Play, Sister Act, Bad Girls, Magnolia, Next og Dark and Stormy Night.

Hélt áfram að rannsaka ævi Reeves og árið 2005 vann sem ráðgjafi fyrir myndina Hollywoodland um dauða George Reeves.

Útgáfa

breyta

Bækur

breyta
  • John Garfield: His Life and Films (1978)
  • Movie Blockbusters (með Steven Scheuer) (1982, endurútgefið 1983)
  • Life's That Way: A Memoir (2009)

Sögur

breyta
  • The Afternoon Blood Show, Alfred Hitchock's Mystery Magazine, April 29, 1981

Leikrit

breyta
  • The Cop and the Anthem (umsamið úr stutt sögunni eftir O. Henry) (1973)
  • As You Like It, or Anything You Want To, Also Known as Rotterdam and Parmesan Are Dead (1975)
  • Once Upon a Single Bound (1977)
  • The Ox-Bow Incident (umsamið úr bókinni eftir bók Walter Van Tilburg Clark) (1978)
  • Verdigris (1979)
  • Spades (1979)
  • Sidekick (1981)
  • Semper Fi (1982)
  • Truth, Justice, and the Texican Way (1985)
  • Pressing Engagements (1990)
  • Mockingbird (2001)
  • Night Riders (2006)[4]

Tímaritsgreinar

breyta

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmynd
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1977 Semi-Tough B.E.A.T. member óskráður á lista
1978 Desperado Nathan Sjónvarpsmynd
1978 The Seniors Client óskráður á list
1979 Warnings Listamaðurinn
1979 Dallas Cowboys Cheerleaders Cowboy player Sjónvarpsmynd
1981 Nighthawks Subway passenger óskráður á lista
1983 Girls of the White Orchid Pedestrian Sjónvarpsmynd
óskráður á lista
1983 Silkwood Plant Manager óskráður á lista
1985 File 8022 Ben Crysler sem James Beaver
1987 Sweet Revenge Smuggler óskráður á lista
1987 Hollywood Shuffle Postal Worker
1988 Two Idiots in Hollywood Crying Man
1988 Perry Mason: The Case of the Lady in the Lake Motel Manager Sjónvarpsmynd
1988 Defense Play FBI Agent
1989 Mergers & Acquisitions Gabby Hayes
1989 Turner & Hooch Plant Manager
1989 The Cherry The Captain
1989 In Country Earl Smith
1989 Mothers, Daughters and Lovers Fógetinn Jack Edzard Sjónvarpsmynd
1990 Follow Your Heart Craig Hraboy Sjónvarpsmynd
1990 El Diablo Spivey Irick Sjónvarpsmynd
1990 The Court-Martial of Jackie Robinson Maj. Trimble Sjónvarpsmynd
1991 Little Secrets Liquor Store Cashier sem Richard Muldoon
1992 Gunsmoke: To the Last Man Deputy Willie Rudd Sjónvarpsmynd
1992 Sister Act Detective Clarkson
1993 Gunsmoke: The Long Ride Traveling Blacksmith Sjónvarpsmynd
1993 Silver Detective Ira
1993 Gerinmo: An American Legend Proclamation officer
1994 Twogether Oscar
1994 Blue Chips Ricky´s Father
1994 Children of the Dark Roddy Gibbons Sjónvarpsmynd
óskráður á lista
1994 Bad Girls Pinkerton Detective Graves
1997 Wounded Agent Eric Ashton
1997 Divided by Hate Danny Leland Sjónvarpsmynd
1998 At Sachem Farm Foreman
1998 Mr. Murder Agent Jason Reiling Sjónvarpsmynd
1999 Impala Sheriff Bert Davis
1999 Ah! Silenciosa Ambrose Bierce
1999 Magnolia Smiling Peanut Patron#1
2000 Fraud Detective Mason
2000 Where the Heart Is Clawhammer óskráður á lista
2001 Warden of Red Rock Jefferson Bent Sjónvarpsmynd
2001 Joy Rider Sheriff Ritter
2002 Wheelmen Agent Hammond
2002 Adaption Ranger Tony
2003 The Life of David Gale Duke Grover
2003 Wave Babes Amos Nandy Video
óskráður á lista
2003 The Commission Howard L. Brennan
2007 Next Wisdom
2007 Cooties The Man
2008 Reflections Frank
2008 The Silence of Bees Parker Lam
2008 In the A.M. of Dec. 26th at Mickey´s (on the Corner of Cunningham & Kongosak in Barrow Radio D.J. Voice
2009 Dark and Stormy Night Jack Tugdon
2011 The Legend of Hell´s Gate: An American Conspiracy J. Wright Mooar
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1978-1979 Dallas Diner (1978)
Julie´s Gardener (1978)
Þáttur: The Red File: Part 1 (1979; óskráður á lista)
Þáttur: Black Market Baby (1978; óskráður á lista)
1987 Jake and the Fatman Defense Attorney Þáttur: Fatal Attraction
1988 Matlock Barney Sutler Þáttur: The Umpire
1988 Paradise Frank Foster Þáttur: The Holstered Gun
1989 CBS Summer Playhouse Wrong-House Neighbor Þáttur: Elysian Fields
1989 The Young Riders Johnson Þáttur: The Kid
1990 Midnight Caller Tom Barlow Þáttur: Ryder on the Storm
1990 Nasty Boys Wetstone Þáttur: Desert Run
1990 Father Dowling Mysteries Drake Þáttur: The Murder Weekend Mystery
1991-1992 Santa Barbara Andy (1992)
Mótel maðurinn (1991)
5 þættir
1991-1993 Reasonable Doubts Detective Earl Gaddis 13 þættir
1993 Lois & Clark: The New Adventures of Superman Henry Barnes Þáttur: I´m Looking Through You
1994-1995 Thunder Alley Leland DuParte 27 þættir
1995 Home Improvement Duke Miller Þáttur: Doctor in the House
1996 High Incident Faðir í áfalli Þáttur: Women & Children First
1996 Bone Chillers Edgar Allan Poe Þáttur: Edgar Allen Poe-Session
1997 NYPD Blue Flutningabílstjóri / Jesú Kristur Þáttur: Taillight´s Last Cleaning
1997 Moloney Rannsóknarfulltrúinn Ashton Þáttur: The Ripple Effect
1996-1997 Murder One  Donald Cleary Þáttur: Chapter Fourteen, Year Two (1997)
Þáttur: Chapter Four, Year Two (1996)
1997 Spy Game Thornbush Þáttur: Lorne and Max Drop the Ball
19?? Total Security Rannsóknarfulltrúinn McKissick Þáttur: Das Bootie
19?? The Adventures of A.R.K. Ranger Earl Þáttur: Barley the Hot Tub Bear
1998 Melrose Place Ranger Virgil Þáttur: Amanda´s Back
1998 Pensacola: Wings of Gold ónefnt hlutverk Þáttur: Power Play
1999 The X Files Líkskoðari Þáttur: Field Trip
1998-1999 3rd Rock From the Sun Happy Doug 7 þættir
1985-2001 The Young and the Restless Leo Sylvestri 5 þættir
2000-2001 The Trouble with Normal Gary 8 þættir
2001 That ´70s Show Tony Þáttur: Who Wants It More
2001 The Division Freda Zito Þáttur: High on the Hog
2001 Enterprise Admiral Daniel Leonard Þáttur: Broken Bow: Part 1
2001 The West Wing Carl Þáttur: Manchester: Part 1
2001 Philly Nelson Vanderhoff Þáttur: Loving Sons
2003 Andy Richter Controls the Universe Craig Þáttur: Charity Begins in Cellblock D
2003 Six Feet Under Fangelsisstarfsmaður Þáttur: Twilight
2003 Tremors Fógetinn Sam Boggs Þáttur: Water Hazard
2003 The Lyon´s Den Hank Ferris Þáttur: The Other Side of Caution
2004 Monk Sheriff Mathis Þáttur: Mr. Monk Gets Married
1996-2004 Days of Our Lives Father Timothy Jansen 16 þættir
2004 Crossing Jordan Ranger Diggory Þáttur: Revealed
2004-2006 Deadwood Whitney Ellsworth 35 þættir
2006 The Unit Lloyd Cole Þáttur: Manhunt
2006 CSI: Crime Scene Investigation Stanley Tanner 2 þættir
2007 Day Break ´Uncle´ Nick Vukovic 5 þættir
2007 Big Love Carter Reese 3 þættir
2007 John from Cincinnati Vietnam Joe 8 þættir
2007 Criminal Minds Sheriff Williams Þáttur: Identity
2009 Harper´s Island Sheriff Charlie Mills 10 þættir
2009 Psych Stinky Pete Dillingham Þáttur: High Noon-ish
2010 Law & Order: Los Angeles Frank Loomis Þáttur: Hollywood
2010 Lie to Me Gus Þáttur: Veronica
2010 The Mentalist Cobb Holwell Þáttur: The Red Ponies
2011 Love Bites Bílstjóri Þáttur: Keep on Truckin´
2011-2012 Breaking Bad Lawson 2 þættir
2006-2013 Supernatural Bobby Singer 56 þættir
2012 Dexter Clint McKay Þáttur: The Dark......Whatever
2011-2013 Justified Shelby Parlow/Drew Thompson 14 þættir
2013 The Middle Eddie Stokes Þáttur: Dollar Days
2013 Mike & Molly Dwight 2 þættir
2013 Longmire Lee Rosky Þáttur: Natural Order
2013 Revolution John Franklin Fry 2 þættir
2013 Nikki & Nora: The N&N Files Arliss Fontenot ónefndir þættir
2014 Major Crimes Donald Beckwith Þáttur: Return To Sender, Part 2

Verðlaun og tilnefningar

breyta

CableACE verðlaunin

Constellation verðlaunin

  • 2012: Tilnefndur sem besti leikari í vísindaskáldskapsseríu fyrir þáttinn Death´s Door fyrir Supernatural.

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 2007: Tilnefndur sem besti leikhópur fyrir Deadwood.

Tilvísanir

breyta
  1. Einhorn's First - 9/17/2007 - Publishers Weekly
  2. author dustjacket bio-blurb, Beaver, James N., John Garfield: His Life and Films, Cranbury NJ: A.S. Barnes & Co., 1978, ISBN 0-498-01890-3
  3. RARA-AVIS Archives: Re: RARA-AVIS: RE: Deadwood
  4. „Geymd eintak“. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. september 2005. Sótt 20. september 2009.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta