Jérôme Bonaparte

(Endurbeint frá Jerome Bonaparte)

Jérôme Bonaparte[1] (15. nóvember 178424. júní 1860) var yngsti bróðir Napóleons Bónaparte. Hann var konungur Vestfalíu (undir nafninu Hieronymus Napoleon) frá 1807 til 1813.

Skjaldarmerki Bonaparte-ætt Konungur Vestfalíu
Bonaparte-ætt
Jérôme Bonaparte
Jérôme Bonaparte
Ríkisár 8. júlí 180726. október 1813
SkírnarnafnGirolamo Napoleone de Buonaparte
Fæddur15. nóvember 1784
 Ajaccio, Korsíku, Frakklandi
Dáinn24. júní 1860 (75 ára)
 Vilgénis, Seine-et-Oise, Frakklandi
GröfInvalides-hvelfingin, París
Undirskrift
Konungsfjölskyldan
Faðir Carlo Buonaparte
Móðir Letizia Ramolino
EiginkonaElizabeth Patterson (g. 1803; skilin 1805)
Katrín af Württemberg (g. 1807; d. 1835)
Giustina Pecori-Suárez (g. 1840)
BörnJérôme-Napoléon, Jérôme Napoléon Charles, Mathilde, Napoléon-Jérôme

Jérôme fæddist undir nafninu Girolamo Napoleone de Buonaparte í Ajaccio á Korsíku og gegndi herþjónustu í franska flotanum þar til hann flutti til Bandaríkjanna. Þar giftist hann árið 1803 Bandaríkjakonunni Elizabeth Patterson, kaupmannsdóttur frá Baltimore.[2] Napóleon lét síðar ógilda hjónaband þeirra, en þau eignuðust einn son, Jérôme-Napoléon Bonaparte, sem fæddist í Camberwell í Surrey á Englandi.

Árið 1807 útnefndi Napóleon, þá orðinn Frakkakeisari, Jérôme bróður sinn konung þýska ríkisins Vestfalíu. Jérôme fluttist þangað til höfuðborgarinnar Kassel og giftist Katrínu af Württemberg. Þau eignuðust saman soninn Napoléon Joseph Charles Paul Bonaparte og dótturina Mathilde Bonaparte. Eftir að konungsríki Jérôme var leyst upp í kjölfar ósigurs Napóleons gaf tengdafaðir Jérôme, konungurinn af Württemberg, honum aðalstitillinn fursti af Montfort.

Eftir að Napóleon sagði af sér og var sendur í útlegð flutti Jérôme til Ítalíu og kvæntist í þriðja sinn, nú aðalskonunni Giustinu Pecori-Suárez. Þegar bróðursonur Jérôme, Louis-Napoléon Bonaparte, varð forseti Frakklands árið 1848 og síðan Frakkakeisari árið 1852, var Jérôme útnefndur marskálkur Frakklands, forseti franska þingsins[3] og fékk titilinn keisaralegur prins. Áður en Napóleon III fæddist sonur var Jérôme einnig um hríð erfingi að frönsku keisarakrúninni.

Núverandi meðlimir Bonaparte-ættar sem gera tilkall til frönsku keisarakrúnunnar eru afkomendur Jérôme þar sem hvorki Napóleon I né Napóleon III eiga skilgetna afkomendur á lífi.[4]

Tilvísanir

breyta
  1. Hervé Pinoteau, Vingt-cinq ans d'études dynastiques, Paris, Ed. Christian, 1982, bls. 228.
  2. Le Carvèse, « Jérôme Bonaparte, officier de Marine », bls. 101.
  3. Taxile Delord (1869). Histoire du Second Empire (1848-1869) (franska). Paris: G. Baillière. bls. 419.
  4. „Généalogie de la famille Bonaparte“. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. mars 2019. Sótt 29. desember 2020.