Vestfalía
Vestfalía (þýska: Westfalen, vestfalíska: Wäästfaln) er landsvæði í Þýskalandi sem umkringir borgirnar Arnsberg, Bielefeld, Osnabrück, Dortmund, Minden og Münster. Svæðið er meira eða minna milli ánna Rín og Weser og nær báðum megin yfir ána Ruhr. Ekki er nákvæm skýring á landamærum svæðisins því orðið hefur verið notað til að lýsa mismunandi landshluta í gegnum söguna.
Svæðið liggur innan sambandlandsins Norðurrín-Vestfalía.
Þessi landafræðigrein sem tengist Þýskalandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.