Jón Magnússon (f. 1946)
(Endurbeint frá Jón Magnússon (lögmaður))
Jón Magnússon (f. 23. mars 1946 á Akranesi) er hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi Alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Frjálslynda flokkinn í Reykjavíkurkjördæmi suður.
Jón Magnússon (JM) | |||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Alþingismaður | |||||||||
| |||||||||
Persónulegar upplýsingar | |||||||||
Fæddur | 23. mars 1946 Akranes | ||||||||
Vefsíða | http://jonmagnusson.blog.is/blog/jonmagnusson/ | ||||||||
Æviágrip á vef Alþingis |
Jónas Fr. Jónsson, fyrrverandi forstjóri Fjármálaeftirlitsins, er sonur Jóns og fyrrverandi eiginkonu hans Halldóru Rafnar.
Nám og störf
breyta- Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1967.
- Lögfræðipróf frá Háskóla Íslands 1974.
- Löggiltur héraðsdómslögmaður 1975.
- Löggiltur hæstaréttarlögmaður 1989.
Seta í stjórnum og nefndum
breyta- Formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands 1970-1971.
- Formaður Neytendasamtakanna 1982-1984.
- Formaður stjórnar Iðnlánasjóðs 1983-1991.
- Formaður Neytendafélags höfuðborgarsvæðisins 1991-1996.
Stjórnmálaferill
breyta- Sat í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins 1973-1981.
- Formaður Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna Reykjavík, 1975-1977.
- Formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna 1977-1981.
- Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi 1984-1988.
- Gekk úr Sjálfstæðisflokknum árið 1992 eftir sigur Davíðs Oddssonar í formannskjöri 1991.
- Forystumaður í stjórnmálahreyfingunni Nýtt Afl sem stofnuð var 2002.
- Gekk ásamt Nýju Afli til samstarfs við Frjálslynda flokkinn árið 2006.
- Þingmaður Frjálslyndra í Reykjavíkurkjördæmi suður 2007-2009.
- Formaður þingflokks Frjálslynda flokksins 2008-2009.
- Skráði sig úr Frjálslynda flokknum 9. febrúar 2009, en hélt áfram þingsetu utan flokka.
- Gekk í þingflokk Sjálfstæðismanna 18. febrúar 2009.
Heimildir
breytaWikivitnun er með safn tilvitnana á síðunni Jón Magnússon.