Istorrent

(Endurbeint frá IsTorrent)
Istorrent
Stofnað: 1. maí 2005
Lokuð: 19. nóvember 2007
Gerð: Vefsamfélag
Lykilmenn: Svavar Kjarrval (kerfisstjóri)
Davíð Már (stofnandi)
Fjöldi notenda:26.000+
Vefslóð:torrent.is

Istorrent var íslenskt vefsamfélag sem starfrækt var frá 2005 til 2007. Notendur voru yfir 26.000 talsins.[1] Félagið var stofnað 1. maí 2005. Markmið notenda samfélagsins var að nýta sér BitTorrent tæknina til að dreifa tölvuskrám á milli sín á jafningjaneti.[2] Þann 19. nóvember 2007 setti sýslumaðurinn í Hafnarfirði lögbann á síðuna að beiðni SMÁÍS, SÍK, Sambands tónskálda og eigenda flutningsréttar og Félags hljómplötuframleiðenda.[3]

Samfélagið

breyta

Rekstur

breyta

Um allan rekstur samfélagsins sá Svavar Kjarrval (dulnefni á vefsíðunni: Kjarrval) í sjálfboðavinnu, líkt og allir aðrir stjórnendur félagsins. Svavar sá einnig um yfirumsjón, þróun og fjármál vefsins. Aðrir stjórnendur gáfu vinnu sína við almenna umsjón hans.[2] Félagið fékk tekjur sínar eingöngu með frjálsum styrkjum notenda eða annarra sem vilja styrkja samfélagið. Samfélaginu voru gefnir samtals 385 styrkir eða 345.732 ISK árið 2006.[4] Tekjurnar voru t.d. notaðar í vélbúnað fyrir félagið, kaup og endurnýjanir léns og fleira.

Notendur

breyta

Notendur samfélagsins voru yfir 26.000. Fjöldi nýskráninga árið 2006 voru samtals 9.641.[4]

Fjölmiðlaumræður

breyta

Lögfræðibréf

breyta

Í október 2006 var Svavari Kjarrval sent lögfræðibréf frá samtökunum SMÁÍS, STEF og SÍK.[4] Í bréfinu var skorað á hann að loka síðunni á þeirri forsendu að síðan stuðlaði að brotum á höfundarétti. Tinna Jóhannsdóttir, þáverandi framkvæmdastjóri SMÁÍS, sagði að ef ekki yrði við kröfu þeirra áskilji þau sér rétt til þess að grípa til aðgerða. Hún sagðist muna krefjast lögbanns á rekstur síðunnar, opinberrar rannsóknar og höfðun einkamáls.[5] 22. október 2006 tilkynnti Svavar Kjarrval notendum Istorrents að halda ætti áfram með vefinn í óbreyttri mynd þangað til annað væri ákveðið.[6]

Sprengjuuppskriftir

breyta

Þann 17. maí 2007 birti dagblaðið Blaðið (nú 24 stundir) forsíðufrétt að á Istorrent megi nálgast 16 blaðsíður af uppskriftum að sprengjum, margar þýddar á íslensku. Skráin var send inn til dreifingar í samfélaginu mánudaginn 14. maí 2007. Sprengjurnar sem var er að ræða voru af ýmsum toga en þær áttu það sameiginlegt að til þess að búa þær til þarf einungis auðfáanleg efni, s.s. efni sem finna má á bensínstöðvum eða matvöruverslunum.

Að sögn Ágústs Kvaran, prófessors í efnafræði við voru leiðbeiningarnar illa framsettar.

Auðvitað er stórhættulegt að blanda mörgum þessara efna saman. Það getur líka verið hættulegt að setja fram svona illa því þýðingin á leiðbeiningunum er mjög léleg. Viðvaningar gætu reynt að fikra sig áfram í þessu en það býður hættunni heim.“

— Ágúst Kvaran.

Svavar Lúthersson, einn af stjórnendum Istorrent, sagði ekki sjálfgefið að upplýsingar sem þessar yrðu fjarlægðar af vefnum.

Það fer eftir því hvort það er ólöglegt að dreifa svona efni. Ef það er lögbrot að deila efninu sjálfu þá verður það fjarlægt.“

— Svavar Lúthersson.

[7]

Nauðgunartölvuleikur

breyta

Þann 24. maí 2007 var frétt birt á heimasíðu Morgunblaðsins um tölvuleik að nafni RapeLay væri hægt að nálgast á vefsvæði samfélagsins en aðalmarkmið leiksins er að þjálfa sig í nauðgunum.[8][9] Leikurinn var sendur inn á vefinn þriðjudaginn 22. maí 2007.[10] Hann er tölvuteiknaður og er japanskur að uppruna, svokallaður hentai leikur. Framvinda leiksins er sú að kynferðisbrenglaður maður nauðgar konu í neðanjarðarlest í upphafi leiksins. Konan kærir manninn en í hefndarskyni nauðgar maðurinn öllum konum í fjölskyldu konunnar, konunni aftur, móður hennar og lítilli systur hennar. Maðurinn þarf svo að láta konurnar fara til fóstureyðingar, því annars verður hann fyrir lest.[9] Málið var tekið til athugunar hjá kynferðisbrotadeild lögreglunnar.[8][9] Svavar Kjarrval sagði efnið ekki mundu verða fjarlægt af vefnum nema sýnt væri fram á að leikurinn sé ólöglegur.[9]

Daginn eftir, 25. maí 2007, var frekari deiling á leiknum á vefsvæðinu hindruð að beiðni lögreglu á meðan rannsóknum stendur.[11][10][12]

Þann 21. júní 2007 var tilkynnt á vef félagsins að lögreglan hefði ekki getað lagt fram sönnun fyrir því að Istorrent hefði brotið í bága við lögin í þessu máli. Málið var því fellt niður. Hins vegar voru allir leikir af sömu tegund og Rapelay settir á bannlista síðunnar. [13]

Nauðgunarmyndband

breyta

Stöð 2 og Vísir greindu frá myndbandi sem var hægt á nálgast á vefsvæði samfélagsins og hafði vakið óhug fólks. Myndbandið, sem er rússneskt að uppruna, sýnir nauðgun en óljóst er hvort efnið sé leikið eða ekki. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingar, taldi ekki að hægt sé að tengja saman aukið aðgengi að ofbeldi og klámi og aukningu á ofbeldi og klámi í samfélaginu. Hins vegar benda rannsóknir til þess að myndbönd af þessu tagi geti verið notuð sem afsökun fyrir afbrotamenn en þetta á aðeins við þá sem hneigst hafi til ofbeldis áður en þeir horfðu á slíkt myndband.[14]

Lögbann

breyta

Þann 19. nóvember 2007 var Svavar Lúthersson yfirheyrður af sýslumanninum í Hafnarfirði vegna beiðni SMÁÍS, SÍK, Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar og Félag hljómplötuframleiðenda um lögbann á síðunni.[15] Sýslumaður varð við lögbanninu og setti tímabundið lögbann á síðuna. Sýslumaður varð hins vegar ekki að beiðni fyrrnefndra félaga að gera vélbúnað síðunnar upptækann.[3]

Tilvísanir

breyta
  1. Upplýsingar um Istorrent“. Skoðað 7. maí 2007.
  2. 2,0 2,1 „Um Istorrent“. Sótt 7. maí 2007.
  3. 3,0 3,1 Vísir.is: Verður að loka torrent.is, skoðað 19. nóvember 2007.
  4. 4,0 4,1 4,2 Istorrent: Ársuppgjör 2006“ (PDF). Skoðað 7. maí 2007.
  5. Mbl.is: SMÁÍS segir að ábyrgðarmaður torrent.is megi búast við opinberri rannsókn, skoðað 26. maí 2007
  6. Torrent.is: Fréttir, útgáfa skoðuð frá 23. október 2006
  7. Blaðið: 17. maí 2007 (PDF), skoðað 26. maí 2007
  8. 8,0 8,1 Mbl.is: Nauðgunarþjálfun á Netinu, skoðað 26. maí 2007
  9. 9,0 9,1 9,2 9,3 Rúv.is: Nauðgunarleikur gengur um í netheimum (myndband) Geymt 30 september 2007 í Wayback Machine, skoðað 26. maí 2007
  10. 10,0 10,1 Rúv.is: Tölvuleikur fjarlægður af íslensku vefsvæði (myndband) Geymt 27 september 2007 í Wayback Machine, skoðað 26. maí 2007
  11. Mbl.is: Nauðgunarleikur fjarlægður af íslenskri vefsíðu, skoðað 26. maí 2007
  12. Torrent.is: Fréttir, skoðað 26. maí 2007
  13. Torrent.is: Fréttir, skoðað 21. júní 2007
  14. Vísir.is: Óhugnanlegt myndband fer um netið, skoðað 26. maí 2007
  15. Vísir.is: Fara fram á lögbann á torrent.is, skoðað 19. nóvember 2007.

Tenglar

breyta