STEF, (áður þekkt sem Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar) er félag íslenskra höfundaréttarhafa sem gæta hagsmuna tónskálda og höfunda textatónlist á sviði flutningsréttar.

Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar
Rekstrarform Félagasamtök
Stofnað 1948
Staðsetning Fáni Íslands Ísland
Lykilpersónur
Starfsemi Hagsmunagæsla
Vefsíða stef.is

Tónskáldafélags Íslands (TÍ) og Félag tónskálda og textahöfunda (FTT) eru aðildarfélög að STEF.[1]

STEF er eitt af aðildarfélögum að Nordisk Copyright Bureau (skammstafað NCB) sem er félag sem gætir hagsmunanna á sviði upptökuréttar, þ.e.a.s. eintakagerð, þegar tónlist er sett á fast form eins og geisladisk eða vínylplötur.

Höfundaréttarsamtök á borð við STEF og NCB er að finna í flestum löndum heims og hafa bæði STEF og NCB gert gagnkvæma samninga við öll helstu samtökin þar sem STEF og NCB hafa fengið umboð til þess að gæta hér á Íslandi hagsmuna svo að segja allra þeirra tónskálda og textahöfunda sem máli skipta. Á móti gæta erlendu systursamtökin hagsmuna íslenskra tónskálda og textahöfunda erlendis.

STEF veitir leyfi til opinbers flutnings tónlistar á Íslandi til handa þeim sem nota tónlist í atvinnustarfsemi sinni, hvort sem um er að ræða t.d. verslanir, veitingastaði, heilsuræktarstöðvar eða tónleikahaldarar. Tekjum STEFs er síðan úthlutað til þeirra sem skráð hafa verk sín hjá samtökunum (svo og erlendra höfunda, sbr. það sem fram kemur hér að ofan) á grundvelli skýrslna um tónlistarnotkun s.s. frá útvarpi, sjónvarpi, tónlistarveitum eða lagalistum frá tónleikum.

STEF annast ennfremur hagsmunagæslu fyrir meðlimi sína vegna t.d. brota á höfundarétti þeirra svo og hagsmunagæslu gagnvart stjórnvöldum.

Tilvísanir breyta

  1. „Sögulegt yfirlit“. STEF. Sótt 10. mars 2024.
   Þessi tónlistargrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.