Raunsæi er bókmenntastefna sem barst til Íslands seint á 19. öld. Síðustu áratugir 19.aldar voru erfitt tímabil á Íslandi, tíðafar var slæmt og veður kalt. Í þessum harðindum er talið að raunsæið á Íslandi hafi hafist.

Raunsæju skáldin horfðu mest á nútímann í leit að yrkisefninu. Samið var um raunveruleikann, ekki eins og í rómantíkinni, og ekkert var fegrað. Skáldin lýstu lífi og aðstæðum manna á sem trúverðugastan hátt. Þá var ekki skrifað um kóngafólk og þá sem háttsettir voru, heldur fátæktina og nauðina. Samúð með þeim sem minna mega sín og eru á neðri stigum samfélagsins er áberandi.

Höfundar koma oftast lítið við sögu í raunsæisverkum og reyna eftir bestu getu að hverfa útúr verkinu. Raunsæismenn voru kallaðir siðleysingjar og smekkleysingjar.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.